Ford Focus RS breyttur af Hennessey er 400 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 09:08 Ford Focus RS. Ford Focus RS er 350 hestafla tryllitæki sem í leiðinni er fremur lítill bíll. Því er eins og að bera í bakkafullan lækinn að auka afl hans, en það hefur breytingafyrirtækið Hennessey í Bandaríkjunum þó gert og komið honum í 400 hestöfl. Salan á þessum breyttu Focus RS bílum hefst eftir um mánuð og eru þessir bílar 4.995 dollurum dýrari en grunngerðin. Þeir sem treysta sér hinsvegar til að kaupa eingöngu íhlutina frá Hennessey og sjá um breytinguna sjálfir þurfa að reiða fram 2.995 dollara. Ford Focus RS er fremur ódýr bíll miðað við gríðarlegt afl hans og kostar hann 36.995 dollara vestanhafs, eða innan við 4,4 milljónir króna, en hér á landi selur Brimborg hann á 6.990.000 kr. Hennessey segir að þó svo hámarksaflaukning bílsins sé 50 hestöfl þá sé hún 75 hestöfl á meðalhröðum snúningi vélarinnar og að tog hennar sé þar 80 Nm meira. Þess vegna sé bíllinn talsvert öflugri en grunngerðin og fyrir því finnist. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent
Ford Focus RS er 350 hestafla tryllitæki sem í leiðinni er fremur lítill bíll. Því er eins og að bera í bakkafullan lækinn að auka afl hans, en það hefur breytingafyrirtækið Hennessey í Bandaríkjunum þó gert og komið honum í 400 hestöfl. Salan á þessum breyttu Focus RS bílum hefst eftir um mánuð og eru þessir bílar 4.995 dollurum dýrari en grunngerðin. Þeir sem treysta sér hinsvegar til að kaupa eingöngu íhlutina frá Hennessey og sjá um breytinguna sjálfir þurfa að reiða fram 2.995 dollara. Ford Focus RS er fremur ódýr bíll miðað við gríðarlegt afl hans og kostar hann 36.995 dollara vestanhafs, eða innan við 4,4 milljónir króna, en hér á landi selur Brimborg hann á 6.990.000 kr. Hennessey segir að þó svo hámarksaflaukning bílsins sé 50 hestöfl þá sé hún 75 hestöfl á meðalhröðum snúningi vélarinnar og að tog hennar sé þar 80 Nm meira. Þess vegna sé bíllinn talsvert öflugri en grunngerðin og fyrir því finnist.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent