Með merkari fornleifafundum síðustu ára Heiðar Lind Hansson skrifar 6. september 2016 07:00 Rúnar Stanley Sighvatsson, einn fundarmanna, og Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, skoða sverðið við afhendinguna. „Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
„Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46