Laxá í Dölum að detta í 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2016 14:00 Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Á vesturlandi hafa Laxá í Dölum og Haukadalsá staðið upp úr tökuleysinu sem hefur hrjáð hinar árnar í sumar. Staðan í Laxá í Dölum er góð enda er nóg af laxi í ánni og takan verið ágæt en hún á klárlega eftir að taka góðann kipp þegar og ef það koma vænlegar haustrigningar. Heildartalan kemur til með að detta í 1.000 laxa í þessari viku sem er frábær afli í á sem er aðeins veidd á 4-6 stangir. Heildarveiðin í fyrra var 1.578 laxar og það er ekkert ósennilegt að það veiðist 300-400 laxar það sem eftir lifir tímabils og það sem gleður veiðimenn er að töluvert er af stórlaxi í ánni og haustin eru klárlega tíminn þar sem stóru hængarnir fara á stjá. Samkvæmt upplýsingum frá leigutakanum Hreggnasa var til að mynda barátta við stórlax á miðvikudaginn sem var áætlaður um 25 pund í Höfðafljóti en sá slapp eftir tvo tíma og korteri betur. Sama dag var tveimur löxum um 20 pund landað í Þegjanda og annar stórlax kom á land í Gíslakvörn. Stærstu laxarnir úr Dölunum í sumar eru 22 punda lax úr Gíslakvörn og 21 punda lax úr Húshyl. Það eru fleiri stórir laxar á sveimi í ánni og við eigum líklega eftir að frá frekari fregnir af viðureignum við þá á næstunni. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði
Á vesturlandi hafa Laxá í Dölum og Haukadalsá staðið upp úr tökuleysinu sem hefur hrjáð hinar árnar í sumar. Staðan í Laxá í Dölum er góð enda er nóg af laxi í ánni og takan verið ágæt en hún á klárlega eftir að taka góðann kipp þegar og ef það koma vænlegar haustrigningar. Heildartalan kemur til með að detta í 1.000 laxa í þessari viku sem er frábær afli í á sem er aðeins veidd á 4-6 stangir. Heildarveiðin í fyrra var 1.578 laxar og það er ekkert ósennilegt að það veiðist 300-400 laxar það sem eftir lifir tímabils og það sem gleður veiðimenn er að töluvert er af stórlaxi í ánni og haustin eru klárlega tíminn þar sem stóru hængarnir fara á stjá. Samkvæmt upplýsingum frá leigutakanum Hreggnasa var til að mynda barátta við stórlax á miðvikudaginn sem var áætlaður um 25 pund í Höfðafljóti en sá slapp eftir tvo tíma og korteri betur. Sama dag var tveimur löxum um 20 pund landað í Þegjanda og annar stórlax kom á land í Gíslakvörn. Stærstu laxarnir úr Dölunum í sumar eru 22 punda lax úr Gíslakvörn og 21 punda lax úr Húshyl. Það eru fleiri stórir laxar á sveimi í ánni og við eigum líklega eftir að frá frekari fregnir af viðureignum við þá á næstunni.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði