Nýr rafmagns Porsche á jeppasýningu Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 14:56 Bílabúð Benna slær upp jeppasýningu Porsche á laugardeginum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að margt verði um flotta gripi. Stjarna sýningarinnar er þó ofurjeppinn Cayenne S í glænýrri rafmagns útgáfu, Platinum Edition. Samkvæmt Thomasi Má Gregers, sölustjóra Porsche á Íslandi, hefur þessi Cayenne verið í boði með glæsilegum staðalbúnaði, en nýi Cayenne Platinum Edition er bókstaflega hlaðinn aukabúnaði og býðst auk þess á sérlega hagstæðu verði. Einnig verður kynntur sérstaklega nýr Porsche Macan. Hér er á ferðinni glæný útgáfa, sem búinn er 252 hestafla bensínvél. Jeppasýningin er í Porsche salnum Vagnhöfða 23, og stendur frá kl. 12:00 til 16:00 á morgun, laugardag. Allir eru velkomnir. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent
Bílabúð Benna slær upp jeppasýningu Porsche á laugardeginum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að margt verði um flotta gripi. Stjarna sýningarinnar er þó ofurjeppinn Cayenne S í glænýrri rafmagns útgáfu, Platinum Edition. Samkvæmt Thomasi Má Gregers, sölustjóra Porsche á Íslandi, hefur þessi Cayenne verið í boði með glæsilegum staðalbúnaði, en nýi Cayenne Platinum Edition er bókstaflega hlaðinn aukabúnaði og býðst auk þess á sérlega hagstæðu verði. Einnig verður kynntur sérstaklega nýr Porsche Macan. Hér er á ferðinni glæný útgáfa, sem búinn er 252 hestafla bensínvél. Jeppasýningin er í Porsche salnum Vagnhöfða 23, og stendur frá kl. 12:00 til 16:00 á morgun, laugardag. Allir eru velkomnir.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent