Dansað kring um makrílinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2016 09:15 "Þetta er ótrúlega skemmtilegt en getur líka verið ótrúlega leiðinlegt þegar ekkert er að frétta. Þetta fer allt eftir veiðinni,“ segir Jón. Vísir/GVA Líflegt er á kajanum í Keflavík dag einn þegar Gunnar V. Andrésson ljósmyndara og Gunnþóru Gunnarsdóttur ber að um kaffileytið. Sólin skín og léttklæddir sjómenn eru ýmist að landa makríl eða bíða eftir löndun. Við bryggjubrúnina er röð af fleytifullum körum sem mávarnir gera atrennur að, gargandi. Lyftarar á fleygiferð. Eiður Ólafsson og Stefán Þórisson á Ísak AK 67 eru nýkomnir að, kampakátir með aflann, óhressari með verðið, 60 kall á kílóið. Ekki gefst tími til að spjalla lengi við þá, Gunnar er búinn að mynstra okkur á Mána ÁR 70 sem er að leggja úr höfn í annað sinn þennan daginn. Jón Ingibergur Guðmundsson, tvítugur Selfyssingur, er einn á. Búinn að landa fullfermi, sex tonnum.Stefán og Eiður á Ísak AK 67 ánægðir með afrakstur fyrriparts dagsins.„Það er ekkert rosalega mikið pláss,“ segir hann afsakandi þegar við bröltum um borð. Ég skyggnist um. „Er klósett?“ „Jaá, það er allt í flaggskipinu,“ svarar hann kíminn. Eftir nokkra metra stoppar hann til að græja veiðarfærin og koma ísmolum í hvert kar. Svo er haldið á miðin sem þennan dag voru steinsnar úti á víkinni. Þar eru allmargir bátar og við sjáum makrílinn spriklandi á leið um borð hjá þeim, eins og glitrandi flögg á snúru. Bráðum verður það eins hjá okkur.Jón Ingibergur skellir ís í öll kör og beinir rörunum í þau fyrstu áður en hann setur rúllurnar í gang.Jón setur færarúllur í gang. Gunnar stillir myndavélina og við bíðum spennt – en ekkert gerist. Jón byrjaði á sjó um síðustu áramót, sem háseti á netabát. Tók svo pungapróf frá Tækniskólanum af rælni í júní en það var daginn eftir þjóðhátíð í Eyjum sem Jón sigldi Mána frá Þorlákshöfn til Keflavíkur aleinn til að hefja makrílveiðar í fyrsta sinn. Síðan hefur hann ekki fengið sér í glas og sjaldan sofið nema fimm tíma á sólarhring. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt en getur líka verið ótrúlega leiðinlegt. Það fer allt eftir veiðinni.“ Útvarpið er í gangi. „Ég hlusta mest á einhverja vitleysisþætti á K100 og FM957, já, já, ég syng oft með,“ segir hann og hlær.Fengur er minnsti báturinn á veiðum þennan daginn.Við erum á 33 metra dýpi. Allt í kring eru bátar að innbyrða makríl, hjá okkur er allt með öðrum hætti, þó við séum nánast á sömu punktum. Jón stjórnar Mána fimlega, fylgist með leitartækjunum og lætur rúllurnar draga sitt á hvað en aðeins örfáir fiskar skila sér í körin. Þó myndarlegar torfur af makríl birtist á tækjunum þá bítur enginn þeirra á. Gunnar rifjar upp þegar hann fór með Gissuri Sigurðssyni fréttamanni á rækju í Húnaflóanum um árið og þar var mokveiði. „Það var líka fiskur á hverjum öngli í morgun og ég hef fyllt bátinn þrisvar til fjórum sinnum á dag þegar best hefur gengið,“ segir Jón og undrast aflaleysið nú. Ég tek þetta á mig – minnug síldartúrsins sem ég fór með Páli Dagbjartssyni á Lyngey frá Hornafirði þegar aðrir voru að fylla sig við Hrollaugseyjar en við fengum ekki kvikindi og hann varð að sigla með mig í land eftir tvo sólarhringa til að geta haldið vertíðinni áfram. Líka loðnutúrsins með Hákoni á Húnaröstinni þegar skall á svo mikil bræla og við komumst ekki inn Hornafjarðarós fyrr en eftir dúk og disk.Eiður EA 13 á veiðum út við Hólsbergsvita. Fréttablaðið/GVAMáni lónar út við Helguvík þegar ég heyri Jón segja: „Ég er að hugsa um að skreppa suður undir Garð og gá hvort ég finni ekki eitthvað á leiðinni en fyrst ætla ég að skutla ykkur upp að bryggju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september 2016. Lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Líflegt er á kajanum í Keflavík dag einn þegar Gunnar V. Andrésson ljósmyndara og Gunnþóru Gunnarsdóttur ber að um kaffileytið. Sólin skín og léttklæddir sjómenn eru ýmist að landa makríl eða bíða eftir löndun. Við bryggjubrúnina er röð af fleytifullum körum sem mávarnir gera atrennur að, gargandi. Lyftarar á fleygiferð. Eiður Ólafsson og Stefán Þórisson á Ísak AK 67 eru nýkomnir að, kampakátir með aflann, óhressari með verðið, 60 kall á kílóið. Ekki gefst tími til að spjalla lengi við þá, Gunnar er búinn að mynstra okkur á Mána ÁR 70 sem er að leggja úr höfn í annað sinn þennan daginn. Jón Ingibergur Guðmundsson, tvítugur Selfyssingur, er einn á. Búinn að landa fullfermi, sex tonnum.Stefán og Eiður á Ísak AK 67 ánægðir með afrakstur fyrriparts dagsins.„Það er ekkert rosalega mikið pláss,“ segir hann afsakandi þegar við bröltum um borð. Ég skyggnist um. „Er klósett?“ „Jaá, það er allt í flaggskipinu,“ svarar hann kíminn. Eftir nokkra metra stoppar hann til að græja veiðarfærin og koma ísmolum í hvert kar. Svo er haldið á miðin sem þennan dag voru steinsnar úti á víkinni. Þar eru allmargir bátar og við sjáum makrílinn spriklandi á leið um borð hjá þeim, eins og glitrandi flögg á snúru. Bráðum verður það eins hjá okkur.Jón Ingibergur skellir ís í öll kör og beinir rörunum í þau fyrstu áður en hann setur rúllurnar í gang.Jón setur færarúllur í gang. Gunnar stillir myndavélina og við bíðum spennt – en ekkert gerist. Jón byrjaði á sjó um síðustu áramót, sem háseti á netabát. Tók svo pungapróf frá Tækniskólanum af rælni í júní en það var daginn eftir þjóðhátíð í Eyjum sem Jón sigldi Mána frá Þorlákshöfn til Keflavíkur aleinn til að hefja makrílveiðar í fyrsta sinn. Síðan hefur hann ekki fengið sér í glas og sjaldan sofið nema fimm tíma á sólarhring. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt en getur líka verið ótrúlega leiðinlegt. Það fer allt eftir veiðinni.“ Útvarpið er í gangi. „Ég hlusta mest á einhverja vitleysisþætti á K100 og FM957, já, já, ég syng oft með,“ segir hann og hlær.Fengur er minnsti báturinn á veiðum þennan daginn.Við erum á 33 metra dýpi. Allt í kring eru bátar að innbyrða makríl, hjá okkur er allt með öðrum hætti, þó við séum nánast á sömu punktum. Jón stjórnar Mána fimlega, fylgist með leitartækjunum og lætur rúllurnar draga sitt á hvað en aðeins örfáir fiskar skila sér í körin. Þó myndarlegar torfur af makríl birtist á tækjunum þá bítur enginn þeirra á. Gunnar rifjar upp þegar hann fór með Gissuri Sigurðssyni fréttamanni á rækju í Húnaflóanum um árið og þar var mokveiði. „Það var líka fiskur á hverjum öngli í morgun og ég hef fyllt bátinn þrisvar til fjórum sinnum á dag þegar best hefur gengið,“ segir Jón og undrast aflaleysið nú. Ég tek þetta á mig – minnug síldartúrsins sem ég fór með Páli Dagbjartssyni á Lyngey frá Hornafirði þegar aðrir voru að fylla sig við Hrollaugseyjar en við fengum ekki kvikindi og hann varð að sigla með mig í land eftir tvo sólarhringa til að geta haldið vertíðinni áfram. Líka loðnutúrsins með Hákoni á Húnaröstinni þegar skall á svo mikil bræla og við komumst ekki inn Hornafjarðarós fyrr en eftir dúk og disk.Eiður EA 13 á veiðum út við Hólsbergsvita. Fréttablaðið/GVAMáni lónar út við Helguvík þegar ég heyri Jón segja: „Ég er að hugsa um að skreppa suður undir Garð og gá hvort ég finni ekki eitthvað á leiðinni en fyrst ætla ég að skutla ykkur upp að bryggju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september 2016.
Lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira