Söluhæsti mánuður BL frá upphafi til einstaklinga og fyrirtækja Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 12:30 BMW X1 er söluhæstur BMW bíla hjá BL. Alls voru nýskráðir 304 bíla af merkjum BL í ágústmánuði, 33 bílaleigubílar og 271 bíll til einstaklinga og fyrirtækja og hefur síðarnefndi hópurinn aldrei í sögu fyrirtækisins keypt jafn marga bíla hjá fyrirtækinu í einum mánuði.Það sem af er ári eru nýskráningar fólks- og sendibíla BL alls 4.241 og er hlutdeild fyrirtækisins á heildarmarkaðnum 26,3%, þar af 23,5% í ágúst. Séu bílaleigubílar undanskildir nemur markaðshlutdeild BL 27,1%. Nýliðinn ágústmánuður var jafnframt söluhæsti mánuður BL til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) frá stofnun fyrirtækisins 2012 þegar samruni B&L og IH gekk formlega í gildi og nýtt nafn var kynnt til sögunnar.Sala BLSé litið til einstakra merkja hjá BL var Renault söluhæsta merkið í ágúst með 84 bíla. Ánægjulegt er hversu góðar móttökur nýr BMW X1 hefur fengið á markaðnum, en af 181 BMW sem seldur hefur verið á árinu hafa 88 verið af gerðinni X1. Söluhæsta merki BL á árinu er Hyundai en alls voru 1.206 slíkir skráðir fyrstu átta mánuði ársins. Næsthæsta merki BL er Renault með 881 seldan bíl á árinu.BílaleigurnarAlls voru 207 bílaleigubílar nýskráðir á markaðinn í ágúst sem er 156% aukning miðað við sama mánuð í fyrra þegar skráður var 81 bíll. Alls stækkaði floti bílaleigubíla um 41% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil 2015, en alls keyptu leigurnar 8.139 bíla á tímabilinu. Á öllu árinu 2015 keyptu bílaleigurnar 6.476 bíla. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent
Alls voru nýskráðir 304 bíla af merkjum BL í ágústmánuði, 33 bílaleigubílar og 271 bíll til einstaklinga og fyrirtækja og hefur síðarnefndi hópurinn aldrei í sögu fyrirtækisins keypt jafn marga bíla hjá fyrirtækinu í einum mánuði.Það sem af er ári eru nýskráningar fólks- og sendibíla BL alls 4.241 og er hlutdeild fyrirtækisins á heildarmarkaðnum 26,3%, þar af 23,5% í ágúst. Séu bílaleigubílar undanskildir nemur markaðshlutdeild BL 27,1%. Nýliðinn ágústmánuður var jafnframt söluhæsti mánuður BL til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) frá stofnun fyrirtækisins 2012 þegar samruni B&L og IH gekk formlega í gildi og nýtt nafn var kynnt til sögunnar.Sala BLSé litið til einstakra merkja hjá BL var Renault söluhæsta merkið í ágúst með 84 bíla. Ánægjulegt er hversu góðar móttökur nýr BMW X1 hefur fengið á markaðnum, en af 181 BMW sem seldur hefur verið á árinu hafa 88 verið af gerðinni X1. Söluhæsta merki BL á árinu er Hyundai en alls voru 1.206 slíkir skráðir fyrstu átta mánuði ársins. Næsthæsta merki BL er Renault með 881 seldan bíl á árinu.BílaleigurnarAlls voru 207 bílaleigubílar nýskráðir á markaðinn í ágúst sem er 156% aukning miðað við sama mánuð í fyrra þegar skráður var 81 bíll. Alls stækkaði floti bílaleigubíla um 41% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil 2015, en alls keyptu leigurnar 8.139 bíla á tímabilinu. Á öllu árinu 2015 keyptu bílaleigurnar 6.476 bíla.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent