Skoda kynnir Kodiaq jeppann Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 09:27 Fyrsti jeppi sem tékkneski bílaframleiðandinn Skoda smíðar var kynntur í Berlín í gær. Skoda ber miklar væntingar til góðrar sölu jeppans, enda er sala jeppa með miklum ágætum um allan heim um þessar mundir. Kodiaq jeppinn er sjö sæta bíll og 4,75 metrar á lengd. Með sætin niðri er Kodiaq með 2.065 lítra flutningsrými og koma má í hann farangri sem er allt að 2,8 metra langur. Bíllinn hefur dráttargetu allt að 2,5 tonnum með 2,0 lítra TDI dísilvél og DSG-sjálfskiptingu. Það er þó ekki eina vélin sem í boði verður. Sú minnsta er 1,4 lítra TSI bensínvél í tveimur útgáfum, 125 og 150 hestöfl. Þá er 2,0 bensínvél einnig í boði, 180 hestöfl. Tvær útgáfur eru einnig í boði með 2,0 lítra dísilvélinni, 150 og 190 hestöfl. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra DSG sjálfskiptingu. Kaupendur geta keypt sem aukabúnað fjöðrunarkerfi sem stillir sig eftir aðstæðum (Adaptive Dynamic Chassis Control), sem einnig er í boði í Superb og Octavia bílunum. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, en í dýrari útgáfum með 18 tommu álfelgum og einnig má fá undir hann 19 tommu felgur. Í dýrari útgáfum fylgir bremsubúnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og með skriðstilli sem stjórnar hraða með jöfnu millibili í næsta bíl. Skoda mun hefja sölu á Kodiaq í byrjun næsta árs, en verð bílsins hefur enn ekki verið kynnt. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent
Fyrsti jeppi sem tékkneski bílaframleiðandinn Skoda smíðar var kynntur í Berlín í gær. Skoda ber miklar væntingar til góðrar sölu jeppans, enda er sala jeppa með miklum ágætum um allan heim um þessar mundir. Kodiaq jeppinn er sjö sæta bíll og 4,75 metrar á lengd. Með sætin niðri er Kodiaq með 2.065 lítra flutningsrými og koma má í hann farangri sem er allt að 2,8 metra langur. Bíllinn hefur dráttargetu allt að 2,5 tonnum með 2,0 lítra TDI dísilvél og DSG-sjálfskiptingu. Það er þó ekki eina vélin sem í boði verður. Sú minnsta er 1,4 lítra TSI bensínvél í tveimur útgáfum, 125 og 150 hestöfl. Þá er 2,0 bensínvél einnig í boði, 180 hestöfl. Tvær útgáfur eru einnig í boði með 2,0 lítra dísilvélinni, 150 og 190 hestöfl. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra DSG sjálfskiptingu. Kaupendur geta keypt sem aukabúnað fjöðrunarkerfi sem stillir sig eftir aðstæðum (Adaptive Dynamic Chassis Control), sem einnig er í boði í Superb og Octavia bílunum. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, en í dýrari útgáfum með 18 tommu álfelgum og einnig má fá undir hann 19 tommu felgur. Í dýrari útgáfum fylgir bremsubúnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og með skriðstilli sem stjórnar hraða með jöfnu millibili í næsta bíl. Skoda mun hefja sölu á Kodiaq í byrjun næsta árs, en verð bílsins hefur enn ekki verið kynnt.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent