Renault Clio RS með 275 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 14:17 Renault Clio RS. Renault kom á óvart í Mónakó Formúlu 1 kappakstrinum þegar fyrirtækið sýndi þar Clio RS 16 concept bíl, þ.e. kraftaútgáfu hins smávaxna Clio. Þar birtist hann með 220 hestafla 1,6 lítra vél og bar nafnið Renault Clio RS16 Trophy. Þá datt fáum í hug að þessi bíll væri undanfari framleiðslubíls í kraftaflokki úr smiðju Renault. Renault ætlar reyndar að gera enn betur og vopna Clio RS framleiðslubílinn með 275 hestafla vél og skipta 1,6 lítra vélinni út fyrir 2,0 lítra vél sem togar 360 Nm. Það er sama vélin og finna má í stærri bróðurnum Renault Megane RS. Kælibúnaður vélarinnar verður líka stærri en í tilraunabílnum. Sá bíll var 6 cm breiðari en hefðbundinn Clio og bólgnari bretti, en þær myndir sem náðst hafa af nýja bílnum er ekki með þau, en hinsvegar stóran vindkljúf að aftan sem þrýsta á bílnum betur niður í götuna og ekki veitir af með öll þessi hestöfl. Renault gæti aðeins ætlað að framleiða þennan bíl í takmörkuðu upplagi til skamms tíma og með því yrði hann ekki í framleiðslulínu Renault til frambúðar. Með því fyrirkomulagi er hætt við því að keppst verði um að tryggja sér eintak af bílnum. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Renault kom á óvart í Mónakó Formúlu 1 kappakstrinum þegar fyrirtækið sýndi þar Clio RS 16 concept bíl, þ.e. kraftaútgáfu hins smávaxna Clio. Þar birtist hann með 220 hestafla 1,6 lítra vél og bar nafnið Renault Clio RS16 Trophy. Þá datt fáum í hug að þessi bíll væri undanfari framleiðslubíls í kraftaflokki úr smiðju Renault. Renault ætlar reyndar að gera enn betur og vopna Clio RS framleiðslubílinn með 275 hestafla vél og skipta 1,6 lítra vélinni út fyrir 2,0 lítra vél sem togar 360 Nm. Það er sama vélin og finna má í stærri bróðurnum Renault Megane RS. Kælibúnaður vélarinnar verður líka stærri en í tilraunabílnum. Sá bíll var 6 cm breiðari en hefðbundinn Clio og bólgnari bretti, en þær myndir sem náðst hafa af nýja bílnum er ekki með þau, en hinsvegar stóran vindkljúf að aftan sem þrýsta á bílnum betur niður í götuna og ekki veitir af með öll þessi hestöfl. Renault gæti aðeins ætlað að framleiða þennan bíl í takmörkuðu upplagi til skamms tíma og með því yrði hann ekki í framleiðslulínu Renault til frambúðar. Með því fyrirkomulagi er hætt við því að keppst verði um að tryggja sér eintak af bílnum.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent