Er læk sama og samþykki? Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. september 2016 00:00 Fallinn er nú frá, faðir minn Jón Jónsson“ „læk“ „Ég þoli ekki ísbúðina á horninu“ „læk“ „Móðir barnanna minna er illa meinandi skepna“ „læk“ Hvað þýða eiginlega þessi læk? Erum við að samþykkja eða taka undir það sem sagt er? Erum við að fagna, sýna hluttekningu eða mótmæla? Hvernig förum við með þetta dýrmæta læk okkar? Getur verið að við þurfum að hafa meiri aðgát í meðförum læks? Læk eru mis þýðingarmikil. Stundum skellir lækarinn á eitt þegar hann vill sýna síðueiganda að hann hafi komið við á síðunni, eða að viðkomandi sé hjartanlega sammála. En læk fylgir ábyrgð. Það þarf nefnilega að átta sig á því að stundum er verið að læka við dauðans alvöru. Notendur Fésbókar þurfa að hafa í huga að þeir eru ekki einir með síðueiganda í lækheimum. Þar eru líka börn, unglingar, konur og karlar sem lesa og meta lækið út frá sinni dauðans alvöru. Forsendum þess sem þarf að þola það sem þar er skrifað. Síðueigandinn kann að vera að þjarma að opinberri persónu, vinnuveitanda eða einhverjum nákomnum með sannri eða ósannri frásögn sinni, dylgjum eða skoðunum um hvað sem honum dettur í hug. En hvar liggur ábyrgð lækarans? Meiðyrðalöggjöfin lýtur að þeim sem opinberlega hæðist að, rógber eða smánar annan mann. En hvað með þann sem lækar? Þolandinn kann að átta sig á að „rógberinn“, síðueigandinn, hefur ákveðna afstöðu sem hann fylgir en hvað með lækarann? Hver er ábyrgð viðkomandi? Var hann að hæðast opinberlega, rógbera eða smána með læki sínu eða las hann kannski alls ekkert statusinn? Er ekki kominn tími til að vanda lækið?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fallinn er nú frá, faðir minn Jón Jónsson“ „læk“ „Ég þoli ekki ísbúðina á horninu“ „læk“ „Móðir barnanna minna er illa meinandi skepna“ „læk“ Hvað þýða eiginlega þessi læk? Erum við að samþykkja eða taka undir það sem sagt er? Erum við að fagna, sýna hluttekningu eða mótmæla? Hvernig förum við með þetta dýrmæta læk okkar? Getur verið að við þurfum að hafa meiri aðgát í meðförum læks? Læk eru mis þýðingarmikil. Stundum skellir lækarinn á eitt þegar hann vill sýna síðueiganda að hann hafi komið við á síðunni, eða að viðkomandi sé hjartanlega sammála. En læk fylgir ábyrgð. Það þarf nefnilega að átta sig á því að stundum er verið að læka við dauðans alvöru. Notendur Fésbókar þurfa að hafa í huga að þeir eru ekki einir með síðueiganda í lækheimum. Þar eru líka börn, unglingar, konur og karlar sem lesa og meta lækið út frá sinni dauðans alvöru. Forsendum þess sem þarf að þola það sem þar er skrifað. Síðueigandinn kann að vera að þjarma að opinberri persónu, vinnuveitanda eða einhverjum nákomnum með sannri eða ósannri frásögn sinni, dylgjum eða skoðunum um hvað sem honum dettur í hug. En hvar liggur ábyrgð lækarans? Meiðyrðalöggjöfin lýtur að þeim sem opinberlega hæðist að, rógber eða smánar annan mann. En hvað með þann sem lækar? Þolandinn kann að átta sig á að „rógberinn“, síðueigandinn, hefur ákveðna afstöðu sem hann fylgir en hvað með lækarann? Hver er ábyrgð viðkomandi? Var hann að hæðast opinberlega, rógbera eða smána með læki sínu eða las hann kannski alls ekkert statusinn? Er ekki kominn tími til að vanda lækið?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun