Engir dísilbílar Volkswagen til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 09:32 Engis Volkswagen bílar með dísilvél verða seldir á næstunni í Bandaríkjunum. Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent