Boðar miklar breytingar á kjararáði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 10:35 Bjarni Benediktsson. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið. Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10
Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00