Fiat Chrysler innkallar 1,9 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 15:15 Jeep Patriot. Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent