Sambandið á milli listamanna af ólíkum kynslóðum Magnús Guðmundsson skrifar 16. september 2016 11:15 Þorlákur Einarsson framan við tvö af verkum föður síns á sýningunni í Hverfisgalleríi. Visir/Vilhelm Um þessar mundir eru tíu ár frá andláti Einars Þorlákssonar myndlistarmanns og af því tilefni verður opnuð á laugardaginn sýning á verkum hans í Hverfisgalleríi. Þorlákur Einarsson, sonur listamannsins, er á meðal aðstandenda sýningarinnar og hann segir að þó svo að hann sé sjálfur alla jafna fremur kenndur við gallerí i8 þá renni honum blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu verkefni fyrir föður sinn. „Málið er með pabba, svo maður segir satt og rétt frá, að þá var frami hans ekkert gríðarlegur í lifanda lífi. Það voru kanónur í abstraktheiminum á þessum árum en menn vissu vel af honum. Það var reyndar mikil vinátta á milli pabba og Svavars Guðnasonar, sem ég mundi segja að hafi verið hans mentor þó að hann hafi svo farið í aðrar áttir. En svo eru myndlistarmenn af yngri kynslóðinni í dag sem vita vel af verkum föður míns og hafa verið að kinka til þeirra kolli. Þar má nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Davíð Örn Halldórsson.“Einar Þorláksson: Kynslóðabil, 1992. Akrýllitir á striga, 60 x 70 cm. Dánarbú Einars Þorlákssonar og Hverfisgallerí.Einar Þorláksson var abstraktmálari en segja má að hann hafi alla tíð átt í ákveðinni glímu við myndmál abstraktlistarinnar og Þorlákur tekur undir það. „Aðalsteinn Ingólfsson hélt á sínum tíma gott erindi um list pabba og talaði þá um að ef það þyrfti að njörva verkin niður þá teldust þau til abstrakt-expressjónisma, en þau dansa ansi nálægt súrrealisma um tíma. Pabbi var mjög frakkur í litanotkun og ég hef ekki getað séð neitt svipað hjá kollegum hans af sömu kynslóð. En þetta eru hins vegar litir sem þú sérð í dag, t.d. hjá Davíð Erni sem ég nefndi áðan.“ Með sýningunni á verkum Einars er í raun fólgið ákveðið tækifæri fyrir listamenn af yngri kynslóðinni til þess að koma og sjá breiðara svið af verkum þessarar kynslóðar en hefur verið í aðgengilegt til þessa. Þorlákur tekur undir þetta og segir að tímasetningin sé líka góð fyrir þessa sýningu. „Mér finnst þessi verk tala nokkuð skýrt inn í margt af því sem er í gangi í dag og þá hjá mun yngra fólki. Fólki sem er jafnvel af kynslóðinni undir þrítugu og það er spennandi að fylgjast með slíkri þróun og sambandi á milli listamanna af mismunandi kynslóðum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september. Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Um þessar mundir eru tíu ár frá andláti Einars Þorlákssonar myndlistarmanns og af því tilefni verður opnuð á laugardaginn sýning á verkum hans í Hverfisgalleríi. Þorlákur Einarsson, sonur listamannsins, er á meðal aðstandenda sýningarinnar og hann segir að þó svo að hann sé sjálfur alla jafna fremur kenndur við gallerí i8 þá renni honum blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu verkefni fyrir föður sinn. „Málið er með pabba, svo maður segir satt og rétt frá, að þá var frami hans ekkert gríðarlegur í lifanda lífi. Það voru kanónur í abstraktheiminum á þessum árum en menn vissu vel af honum. Það var reyndar mikil vinátta á milli pabba og Svavars Guðnasonar, sem ég mundi segja að hafi verið hans mentor þó að hann hafi svo farið í aðrar áttir. En svo eru myndlistarmenn af yngri kynslóðinni í dag sem vita vel af verkum föður míns og hafa verið að kinka til þeirra kolli. Þar má nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Davíð Örn Halldórsson.“Einar Þorláksson: Kynslóðabil, 1992. Akrýllitir á striga, 60 x 70 cm. Dánarbú Einars Þorlákssonar og Hverfisgallerí.Einar Þorláksson var abstraktmálari en segja má að hann hafi alla tíð átt í ákveðinni glímu við myndmál abstraktlistarinnar og Þorlákur tekur undir það. „Aðalsteinn Ingólfsson hélt á sínum tíma gott erindi um list pabba og talaði þá um að ef það þyrfti að njörva verkin niður þá teldust þau til abstrakt-expressjónisma, en þau dansa ansi nálægt súrrealisma um tíma. Pabbi var mjög frakkur í litanotkun og ég hef ekki getað séð neitt svipað hjá kollegum hans af sömu kynslóð. En þetta eru hins vegar litir sem þú sérð í dag, t.d. hjá Davíð Erni sem ég nefndi áðan.“ Með sýningunni á verkum Einars er í raun fólgið ákveðið tækifæri fyrir listamenn af yngri kynslóðinni til þess að koma og sjá breiðara svið af verkum þessarar kynslóðar en hefur verið í aðgengilegt til þessa. Þorlákur tekur undir þetta og segir að tímasetningin sé líka góð fyrir þessa sýningu. „Mér finnst þessi verk tala nokkuð skýrt inn í margt af því sem er í gangi í dag og þá hjá mun yngra fólki. Fólki sem er jafnvel af kynslóðinni undir þrítugu og það er spennandi að fylgjast með slíkri þróun og sambandi á milli listamanna af mismunandi kynslóðum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september.
Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira