Porsche Panamera kynntur með stæl í Litháen Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 10:08 Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans. Bílar video Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans.
Bílar video Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent