Porsche Panamera langbakur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 15:15 Langa Panameran sem sést hefur á Nürburgring brautinni. Porsche hefur nýverið kynnt aðra kynslóð stóra fjölskyldubílsins Panamera, en ætlar honum greinilega enn stærra hlutverk. Heyrst hefur að þar á bæ sé nú unnið að langbaksgerð bílsins sem kynnur verður á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Bíllinn kæmi þó líklega ekki á markað fyrr en árið 2018. Sést hefur til Panamera bíls með lengra þaki en hefðbundni bíllinn á Nürgburgring brautinni í Þýskalandi og það gæti bent til þess að bíllinn sé langt kominn á þróunarskeiðinu og langt að því framleiðsluhæfur. Ekki eru til margir keppinautar svona bílgerðar í lúxusflokki, en þó er rétt að geta Mercedes Benz E-Class wagon, Mercedes Benz CLS Shooting Brake og Audi RS6 Avant. Ef Panamera langbakur fer í framleiðslu má búast við honum með sömu vélum og í nýju kynslóðinni, frá 440 til 550 hestafla. Það eru sannarlega öflugar vélar en enn myndi Audi RS6 Avant skáka bílnum í afli með sinni 605 hestafla vél. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent
Porsche hefur nýverið kynnt aðra kynslóð stóra fjölskyldubílsins Panamera, en ætlar honum greinilega enn stærra hlutverk. Heyrst hefur að þar á bæ sé nú unnið að langbaksgerð bílsins sem kynnur verður á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Bíllinn kæmi þó líklega ekki á markað fyrr en árið 2018. Sést hefur til Panamera bíls með lengra þaki en hefðbundni bíllinn á Nürgburgring brautinni í Þýskalandi og það gæti bent til þess að bíllinn sé langt kominn á þróunarskeiðinu og langt að því framleiðsluhæfur. Ekki eru til margir keppinautar svona bílgerðar í lúxusflokki, en þó er rétt að geta Mercedes Benz E-Class wagon, Mercedes Benz CLS Shooting Brake og Audi RS6 Avant. Ef Panamera langbakur fer í framleiðslu má búast við honum með sömu vélum og í nýju kynslóðinni, frá 440 til 550 hestafla. Það eru sannarlega öflugar vélar en enn myndi Audi RS6 Avant skáka bílnum í afli með sinni 605 hestafla vél.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent