Porsche Panamera langbakur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 15:15 Langa Panameran sem sést hefur á Nürburgring brautinni. Porsche hefur nýverið kynnt aðra kynslóð stóra fjölskyldubílsins Panamera, en ætlar honum greinilega enn stærra hlutverk. Heyrst hefur að þar á bæ sé nú unnið að langbaksgerð bílsins sem kynnur verður á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Bíllinn kæmi þó líklega ekki á markað fyrr en árið 2018. Sést hefur til Panamera bíls með lengra þaki en hefðbundni bíllinn á Nürgburgring brautinni í Þýskalandi og það gæti bent til þess að bíllinn sé langt kominn á þróunarskeiðinu og langt að því framleiðsluhæfur. Ekki eru til margir keppinautar svona bílgerðar í lúxusflokki, en þó er rétt að geta Mercedes Benz E-Class wagon, Mercedes Benz CLS Shooting Brake og Audi RS6 Avant. Ef Panamera langbakur fer í framleiðslu má búast við honum með sömu vélum og í nýju kynslóðinni, frá 440 til 550 hestafla. Það eru sannarlega öflugar vélar en enn myndi Audi RS6 Avant skáka bílnum í afli með sinni 605 hestafla vél. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Porsche hefur nýverið kynnt aðra kynslóð stóra fjölskyldubílsins Panamera, en ætlar honum greinilega enn stærra hlutverk. Heyrst hefur að þar á bæ sé nú unnið að langbaksgerð bílsins sem kynnur verður á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Bíllinn kæmi þó líklega ekki á markað fyrr en árið 2018. Sést hefur til Panamera bíls með lengra þaki en hefðbundni bíllinn á Nürgburgring brautinni í Þýskalandi og það gæti bent til þess að bíllinn sé langt kominn á þróunarskeiðinu og langt að því framleiðsluhæfur. Ekki eru til margir keppinautar svona bílgerðar í lúxusflokki, en þó er rétt að geta Mercedes Benz E-Class wagon, Mercedes Benz CLS Shooting Brake og Audi RS6 Avant. Ef Panamera langbakur fer í framleiðslu má búast við honum með sömu vélum og í nýju kynslóðinni, frá 440 til 550 hestafla. Það eru sannarlega öflugar vélar en enn myndi Audi RS6 Avant skáka bílnum í afli með sinni 605 hestafla vél.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent