Skrítnasta mótorhjólið Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 13:55 Þau eru ekki mörg mótorhjólin með eitt dekk en Bretinn Kevin Scott hefur þróað þannig hjól í mörg ár og situr reyndar inní hjólinu. Í fyrra náði hann Guinness hraðameti á þessháttar hjólum og mældist hraði hans 98,4 km/klst. Fyrra metið var í eigu Bandaríkjamanns. Hættulegt er að fara mjög hratt á svona hjólum en þau eru óstöðug og erfitt reynist að stöðva þau á miklum hraða, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Ummál dekksins utanum ökumanninn er 1,5 metrar og vigt hjólsins er aðeins 86 kíló. Vél hjóls Kevins Scott er 0,2 lítrar og fengin úr gokart bíl. Hann segir að mikil skemmtun sé fólgin í að aka svona hjólum og dágóðan tíma tekur að læra að aka því. Smíði þess er þó eingöngu til gamans gerð og ekki til þess að aka því á venjulegum vegum. Kevin Scott segir að nokkrir áhugamannahópar í Bretlandi séu að smíða svona hjól og að fyrir vikið sé met hans í hættu, en hann segist eiga nokkur tromp uppí hendinni til að viðhalda meti sínu. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Þau eru ekki mörg mótorhjólin með eitt dekk en Bretinn Kevin Scott hefur þróað þannig hjól í mörg ár og situr reyndar inní hjólinu. Í fyrra náði hann Guinness hraðameti á þessháttar hjólum og mældist hraði hans 98,4 km/klst. Fyrra metið var í eigu Bandaríkjamanns. Hættulegt er að fara mjög hratt á svona hjólum en þau eru óstöðug og erfitt reynist að stöðva þau á miklum hraða, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Ummál dekksins utanum ökumanninn er 1,5 metrar og vigt hjólsins er aðeins 86 kíló. Vél hjóls Kevins Scott er 0,2 lítrar og fengin úr gokart bíl. Hann segir að mikil skemmtun sé fólgin í að aka svona hjólum og dágóðan tíma tekur að læra að aka því. Smíði þess er þó eingöngu til gamans gerð og ekki til þess að aka því á venjulegum vegum. Kevin Scott segir að nokkrir áhugamannahópar í Bretlandi séu að smíða svona hjól og að fyrir vikið sé met hans í hættu, en hann segist eiga nokkur tromp uppí hendinni til að viðhalda meti sínu.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent