Volkswagen kynnir rafmagnsbíl með 600 km drægni í París Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 11:14 Ef til vill verður Volkswagen BUDD-e Concept einn þeirra rafmagnsbíla sem standa mun á pöllunum í París. Volkswagen mun kynna rafmagnsbíl á bílasýningunni í París sem kemst 600 km á hverri hleðslu. Volkswagen telur að um mikinn tímamótabíl sé að ræða og jafnar honum við tilkomu Bjöllunnar og Golf á sínum tíma. Vænta má margra rafmagnsbíla frá Volkswagen á næstu árum en eftir dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust var stefnu fyrirtækisins breytt og mikil áhersla mun verða lögð á framleiðslu rafmagnsbíla. Volkswagen ætlar reyndar að kynna nokkra rafmagnsbíla í París og engan þeirra með minni drægni en 400 km. Það er meiri drægni en nýji Bolt rafmagnsbíllinn frá Chevrolet og talsvert meira en tilvonandi Tesla Model 3 bíll. Volkswagen hefur smíðað nýja gerð undirvagna fyrir rafmagnsbíla sína og munu þeir allir verða byggðir á sama undirvagni. Hætt er við því að rafmagnsbílar steli senunni á bílasýningunni í París, en þegar eru komnar margar fréttir af kynningu hinna ýmsu bílaframleiðenda á nýjum rafmagnsbílum. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent
Volkswagen mun kynna rafmagnsbíl á bílasýningunni í París sem kemst 600 km á hverri hleðslu. Volkswagen telur að um mikinn tímamótabíl sé að ræða og jafnar honum við tilkomu Bjöllunnar og Golf á sínum tíma. Vænta má margra rafmagnsbíla frá Volkswagen á næstu árum en eftir dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust var stefnu fyrirtækisins breytt og mikil áhersla mun verða lögð á framleiðslu rafmagnsbíla. Volkswagen ætlar reyndar að kynna nokkra rafmagnsbíla í París og engan þeirra með minni drægni en 400 km. Það er meiri drægni en nýji Bolt rafmagnsbíllinn frá Chevrolet og talsvert meira en tilvonandi Tesla Model 3 bíll. Volkswagen hefur smíðað nýja gerð undirvagna fyrir rafmagnsbíla sína og munu þeir allir verða byggðir á sama undirvagni. Hætt er við því að rafmagnsbílar steli senunni á bílasýningunni í París, en þegar eru komnar margar fréttir af kynningu hinna ýmsu bílaframleiðenda á nýjum rafmagnsbílum.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent