Íslenskur sörfari í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 15:34 Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent