Kirkjuorgel í nýju hlutverki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2016 10:15 Erlendur Sveinsson forstöðumaður á von á skemmtilegum fundi. Vísir/Stefán Karlsson Kvikmyndasafn Íslands er gestgjafi árlegs fundar fulltrúa kvikmyndasafna Norðurlandanna sem fram fer tvo næstu daga, meðal annars í Grindavík, tökustað Sölku Völku. Tvær elstu kvikmyndir safnsins verða sýndar í kvöldverðarboði, að sögn Erlendar Sveinssonar, safnstjóra. Þannig verður 110 ára afmælis reglubundinna kvikmyndasýninga á Íslandi minnst. Myndirnar eru Þingmannaförin sem var sýnd 2. nóvember 1906 og Slökkviliðsæfing í Reykjavík sem sýnd var í desember sama ár. Sýningarnar fóru fram í Fjalakettinum þar sem Danir settu á laggirnar kvikmyndahúsið Reykjavíkur Bíógrafteater. „Afmælissýningin er eingöngu fyrir fundargesti að þessu sinni og fer fram í Hafnarfjarðarkirkju,“ segir Erlendur. „Organistinn, Guðmundur Sigurðsson, leikur undir sýningu myndanna, þannig að kirkjuorgelið fær hlutverk bíóorgels um stund.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016. Lífið Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndasafn Íslands er gestgjafi árlegs fundar fulltrúa kvikmyndasafna Norðurlandanna sem fram fer tvo næstu daga, meðal annars í Grindavík, tökustað Sölku Völku. Tvær elstu kvikmyndir safnsins verða sýndar í kvöldverðarboði, að sögn Erlendar Sveinssonar, safnstjóra. Þannig verður 110 ára afmælis reglubundinna kvikmyndasýninga á Íslandi minnst. Myndirnar eru Þingmannaförin sem var sýnd 2. nóvember 1906 og Slökkviliðsæfing í Reykjavík sem sýnd var í desember sama ár. Sýningarnar fóru fram í Fjalakettinum þar sem Danir settu á laggirnar kvikmyndahúsið Reykjavíkur Bíógrafteater. „Afmælissýningin er eingöngu fyrir fundargesti að þessu sinni og fer fram í Hafnarfjarðarkirkju,“ segir Erlendur. „Organistinn, Guðmundur Sigurðsson, leikur undir sýningu myndanna, þannig að kirkjuorgelið fær hlutverk bíóorgels um stund.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016.
Lífið Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira