422 bílar brunnu á tónlistarhátíð Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 15:04 Gríðarlegur bílabruni varð á bílastæði fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar Andancas Festival í Portúgal fyrir um 10 dögum síðan. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp í einum bíl á bílastæðinu sem síðan barst til nærliggjandi bíla. Enginn tónleikagesta meiddist í þessum mikla bruna en alls börðust um 160 slökkviliðsmenn við eldinn og þyrlur voru notaðar við slökkvistarfið. Tónleikahaldi var hætt þegar ljóst var hvað hafði gerst á bílastæðinu, en á hverju ári koma um 40.000 gestir á þessa tónlistarhátíð í Portúgal. Það tók slökkviliðsmenn aðeins um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en eins og á þessum myndum má sjá blasti mikið tjón við eftir hildarleikinn.Ekki var fagurt um að litast á bílastæðinu eftir brunann.Þessum bílum verður ekki ekið framar. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Gríðarlegur bílabruni varð á bílastæði fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar Andancas Festival í Portúgal fyrir um 10 dögum síðan. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp í einum bíl á bílastæðinu sem síðan barst til nærliggjandi bíla. Enginn tónleikagesta meiddist í þessum mikla bruna en alls börðust um 160 slökkviliðsmenn við eldinn og þyrlur voru notaðar við slökkvistarfið. Tónleikahaldi var hætt þegar ljóst var hvað hafði gerst á bílastæðinu, en á hverju ári koma um 40.000 gestir á þessa tónlistarhátíð í Portúgal. Það tók slökkviliðsmenn aðeins um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en eins og á þessum myndum má sjá blasti mikið tjón við eftir hildarleikinn.Ekki var fagurt um að litast á bílastæðinu eftir brunann.Þessum bílum verður ekki ekið framar.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent