BMW rafmagnsmótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 13:42 BMW Motorrad hefur svipt hulunni af nýju mótorhjóli sem eingöngu er drifið áfram af rafmagni. Hjólið mun fást með sömu drifrás og endurbættur i3 rafmagnsbíll BMW. BMW Motorrad mun bjóða þetta mótorhjól í nokkrum útfærslum og sú öflugasta með 160 kílómetra drægni, 129 km hámarkshraða og 26 hestafla drifrás. Heiti þessa nýja mótorhjóls eða “scooter” er BMW C evolution og mun það leysa af hólmi rafmagnsmótorhjól með sama nafni sem kom fyrst á markað árið 2014. Nýja hjólið mun í sinni ódýrustu og aflminnstu gerð vera búið 15 hestafla drifrás sem dugar til 100 km aksturs og hefur 120 km hámarkshraða. Rafhlöður þess eru 11 kílówött en aflmesta gerðin er með 19 kílówatta rafhlöðum. Nýja hjólið er með TFT mælaborði, LED aðalljósum, stefnuljósum og nokkrum akstursstillingum. BMW hefur selt fyrri kynslóð C evolution hjólsins í nokkrum Evrópulöndum en ætlar sér að markaðssetja þessa nýju gerð líka í Bandaríkjunum, Japan, S-Kóreu og í Rússlandi. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
BMW Motorrad hefur svipt hulunni af nýju mótorhjóli sem eingöngu er drifið áfram af rafmagni. Hjólið mun fást með sömu drifrás og endurbættur i3 rafmagnsbíll BMW. BMW Motorrad mun bjóða þetta mótorhjól í nokkrum útfærslum og sú öflugasta með 160 kílómetra drægni, 129 km hámarkshraða og 26 hestafla drifrás. Heiti þessa nýja mótorhjóls eða “scooter” er BMW C evolution og mun það leysa af hólmi rafmagnsmótorhjól með sama nafni sem kom fyrst á markað árið 2014. Nýja hjólið mun í sinni ódýrustu og aflminnstu gerð vera búið 15 hestafla drifrás sem dugar til 100 km aksturs og hefur 120 km hámarkshraða. Rafhlöður þess eru 11 kílówött en aflmesta gerðin er með 19 kílówatta rafhlöðum. Nýja hjólið er með TFT mælaborði, LED aðalljósum, stefnuljósum og nokkrum akstursstillingum. BMW hefur selt fyrri kynslóð C evolution hjólsins í nokkrum Evrópulöndum en ætlar sér að markaðssetja þessa nýju gerð líka í Bandaríkjunum, Japan, S-Kóreu og í Rússlandi.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent