Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 13:29 Stefanía Óskarsdóttir og Eva Heiða Önnudóttir Vísir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“ Kosningar 2016 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“
Kosningar 2016 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira