Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 13:04 Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari er í skýjunum með tónleika Justin Bieber hér á landi. vísir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“ Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51
Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“