Fagnar stórafmæli á afrétti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 10:15 Skúli Gunnar hefur lengst af átt heima í borginni, þó sveitin heilli hann æ meira. Vísir/GVA „Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira