Ekki verið að pota og klípa í stelpurnar Sara McMahon skrifar 10. september 2016 07:00 Manuela Ósk Harðardóttir hefur staðið í ströngu við að skipuleggja Miss Universe fegurðarsamkeppnina sem fram fer á mánudag. Sjálf mun hún svo flytja til Los Angeles strax í október. Vísir/Stefán Fyrirgefðu hvað ég er sein! Ég er ein að snúast í þessu öllu,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir er hún hittir blaðamann í fundarherbergi á Hótel Þingholti. Tilefnið er Miss Universe fegurðarsamkeppnin sem fram fer í Gamla bíói á mánudagskvöld, en uppselt er á keppnina sem verður mikið sjónarspil. Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var lengi í eigu forsetaframbjóðandans og viðskiptajöfursins Donalds Trump en er nú í eigu umboðsskrifstofunnar IMG Models. Að sögn Manuelu er töluverður munur á framkvæmd Miss Universe og Ungfrú Ísland og ber þá helst að nefna að engar kröfur eru gerðar til keppenda um hæð eða þyngd. „Þegar ég tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2002 var meiri fókus á útlit en er í dag. Við erum komin á annan stað núna, eða það vona ég í það minnsta. Við erum ekki að pota og klípa í stelpurnar og heimta að þær missi svo og svo mörg kíló, eins og var gert við mig,“ útskýrir hún. Upphafið að ævintýrinu hófst í desember á síðasta ári þegar Manuelu var boðið út á Miss Universe keppnina í Las Vegas. „Þar, ótrúlegt en satt, mundi fólk eftir mér frá því að ég keppti. Ég fékk nefnilega hræðilega matareitrun fyrir keppnina og margir stóðu í þeirri trú að mér hefði verið byrlað eitur því við stúlkurnar borðuðum allar sama matinn og alltaf bara á hótelinu en ég var sú eina sem veiktist. Ég held að saga mín hafi verið notuð sem dæmi um hvernig megi bregðast við ófyrirséðum vandamálum. En þar sem sagt bera þeir hugmyndina undir mig því þeir vildu endilega fá Ísland aftur inn í Miss Universe keppnina,“ útskýrir hún. Manuela tók góðan tíma í að íhuga tilboðið og í mars ákvað hún loks að slá til. Líkt og áður hefur komið fram eru engar útlitskröfur gerðar til keppenda, einu kröfurnar, segir Manuela, eru þær að keppendur skulu vera á milli 18 og 27 ára, barnlausar og ógiftar. Þó mega stúlkurnar eiga kærasta. „Ástæðan fyrir því er sú að það er gríðarlega mikil vinna sem tekur við hjá Miss Universe. Það er mikið um ferðalög og annað slíkt og þá þykir best að þær sé frekar óbundnar.“ Mikill fjöldi kvenna sótti um þátttöku í keppninni en 21 stúlka mun keppa um titilinn á mánudag. Það mikilvægasta, segir Manuela, var að velja fjölbreyttan en góðan hóp stúlkna sem „myndi smella saman því það mikilvægasta sem ég fékk úr þátttöku minni í Ungfrú Ísland var vináttan. Ég eignaðist mínar bestu og traustustu vinkonur þar.“ Valið á íslenskri Miss Universe fer þannig fram að tíu stúlkur fara áfram í forval, þá er þeim fækkað niður í fimm og sigurvegarinn valinn úr þeim hópi. Nýkrýndur sigurvegari flýgur svo til Bandaríkjanna strax á fimmtudag þar sem við tekur þriggja vikna langt ferðalag um landið. Aðalkeppni Miss Universe fer svo fram á Filippseyjum þann 30. janúar. Og tækifærin sem koma í kjölfarið eru mörg, að sögn Manuelu. Þar á meðal er skólastyrkur til náms í Bandaríkjunum og öflugt tengslanet. „Ef maður skoðar söguna, þá fara fyrrum Miss Universe fæstar í fyrirsætustörf heldur þeim mun oftar í framhaldsnám. Flestar nýta skólastyrkinn vel og starfa sem læknar eða viðskiptafræðingar í dag.“ Sjálf flytur Manuela til Los Angeles í byrjun október þar sem hún mun hefja framhaldsnám. Námið tvinnar saman markaðsfræði og notkun samfélagsmiðla, en lokaritgerð Manuelu frá LHÍ fjallaði einmitt um samfélagsmiðla og tísku. Hvað tekur við að náminu loknu segir Manuela algjörlega óráðið, það fari svolítið eftir tilboðunum sem bjóðast. „Ég er með þá reglu að segja já við öllum tækifærum. Ég hef nefnilega komist að því í gegnum árin að ég get allt og það er ekkert sem heftir mig,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Miss Universe Iceland Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Fyrirgefðu hvað ég er sein! Ég er ein að snúast í þessu öllu,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir er hún hittir blaðamann í fundarherbergi á Hótel Þingholti. Tilefnið er Miss Universe fegurðarsamkeppnin sem fram fer í Gamla bíói á mánudagskvöld, en uppselt er á keppnina sem verður mikið sjónarspil. Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var lengi í eigu forsetaframbjóðandans og viðskiptajöfursins Donalds Trump en er nú í eigu umboðsskrifstofunnar IMG Models. Að sögn Manuelu er töluverður munur á framkvæmd Miss Universe og Ungfrú Ísland og ber þá helst að nefna að engar kröfur eru gerðar til keppenda um hæð eða þyngd. „Þegar ég tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2002 var meiri fókus á útlit en er í dag. Við erum komin á annan stað núna, eða það vona ég í það minnsta. Við erum ekki að pota og klípa í stelpurnar og heimta að þær missi svo og svo mörg kíló, eins og var gert við mig,“ útskýrir hún. Upphafið að ævintýrinu hófst í desember á síðasta ári þegar Manuelu var boðið út á Miss Universe keppnina í Las Vegas. „Þar, ótrúlegt en satt, mundi fólk eftir mér frá því að ég keppti. Ég fékk nefnilega hræðilega matareitrun fyrir keppnina og margir stóðu í þeirri trú að mér hefði verið byrlað eitur því við stúlkurnar borðuðum allar sama matinn og alltaf bara á hótelinu en ég var sú eina sem veiktist. Ég held að saga mín hafi verið notuð sem dæmi um hvernig megi bregðast við ófyrirséðum vandamálum. En þar sem sagt bera þeir hugmyndina undir mig því þeir vildu endilega fá Ísland aftur inn í Miss Universe keppnina,“ útskýrir hún. Manuela tók góðan tíma í að íhuga tilboðið og í mars ákvað hún loks að slá til. Líkt og áður hefur komið fram eru engar útlitskröfur gerðar til keppenda, einu kröfurnar, segir Manuela, eru þær að keppendur skulu vera á milli 18 og 27 ára, barnlausar og ógiftar. Þó mega stúlkurnar eiga kærasta. „Ástæðan fyrir því er sú að það er gríðarlega mikil vinna sem tekur við hjá Miss Universe. Það er mikið um ferðalög og annað slíkt og þá þykir best að þær sé frekar óbundnar.“ Mikill fjöldi kvenna sótti um þátttöku í keppninni en 21 stúlka mun keppa um titilinn á mánudag. Það mikilvægasta, segir Manuela, var að velja fjölbreyttan en góðan hóp stúlkna sem „myndi smella saman því það mikilvægasta sem ég fékk úr þátttöku minni í Ungfrú Ísland var vináttan. Ég eignaðist mínar bestu og traustustu vinkonur þar.“ Valið á íslenskri Miss Universe fer þannig fram að tíu stúlkur fara áfram í forval, þá er þeim fækkað niður í fimm og sigurvegarinn valinn úr þeim hópi. Nýkrýndur sigurvegari flýgur svo til Bandaríkjanna strax á fimmtudag þar sem við tekur þriggja vikna langt ferðalag um landið. Aðalkeppni Miss Universe fer svo fram á Filippseyjum þann 30. janúar. Og tækifærin sem koma í kjölfarið eru mörg, að sögn Manuelu. Þar á meðal er skólastyrkur til náms í Bandaríkjunum og öflugt tengslanet. „Ef maður skoðar söguna, þá fara fyrrum Miss Universe fæstar í fyrirsætustörf heldur þeim mun oftar í framhaldsnám. Flestar nýta skólastyrkinn vel og starfa sem læknar eða viðskiptafræðingar í dag.“ Sjálf flytur Manuela til Los Angeles í byrjun október þar sem hún mun hefja framhaldsnám. Námið tvinnar saman markaðsfræði og notkun samfélagsmiðla, en lokaritgerð Manuelu frá LHÍ fjallaði einmitt um samfélagsmiðla og tísku. Hvað tekur við að náminu loknu segir Manuela algjörlega óráðið, það fari svolítið eftir tilboðunum sem bjóðast. „Ég er með þá reglu að segja já við öllum tækifærum. Ég hef nefnilega komist að því í gegnum árin að ég get allt og það er ekkert sem heftir mig,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Miss Universe Iceland Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira