Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2016 19:23 Dave Johnson tók evrópsku kylfingana í bakaríið. vísir/getty Ryder-bikarinn hefst ekki fyrr en á morgun í Minnesota í Bandaríkjunum en einn stuðningsmaður bandaríska liðsins tók forskot á sæluna er hann fylgdist með æfingu evrópska liðsins í dag. Maður að nafni Dave Johnson var að fylgjast með Svíanum Henrik Stenson, sigurvegara opna breska mótsins í ár, og Justin Rose, æfa sig á púttflöt og var með dólg. Johnson var mest að angra Englendinginn Justin Rose sem var að undirbúa sig fyrir að setja niður þriggja metra pútt. Stenson ákvað að koma félaga sínum til varnar og gekk á bandaríska golfdólginn. Svíinn skoraði á Johnson að setja púttið sjálfur niður og bauð honum 100 dali ef hann gæti gert það. Johnson var fljótur út á flötina í rauðri flíspeysu og mokkasíum. Það þurfti ekki að bjóða honum þetta tvisvar. Justin Rose lagði einnig fram 100 dali ef hann bandaríski stuðningsmaðurinn gæti sett niður púttið sem hann auðvitað gerði við mikla kátinu fjöldans sem var að fylgjast með æfingunni. Rory McIlroy var einnig á staðnum og tók myndband sem hann setti á Twitter. Hann skrifaði við færsluna: „Er Ryder-bikarinn byrjaður?“ Myndband af þessu geggjaða atviki frá NBC-sjónvarpsstöðinni og Rory má sjá hér að neðan.Fan chirping Team Europe at Ryder Cup practice, is asked to put money where his big mouth is, for $100. Amazing. pic.twitter.com/mzlDzu2ASR— Faizal Khamisa (@SNFaizalKhamisa) September 29, 2016 Has the @rydercup started already?? pic.twitter.com/s6EImcbnZv— Rory McIlroy (@McIlroyRory) September 29, 2016 Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ryder-bikarinn hefst ekki fyrr en á morgun í Minnesota í Bandaríkjunum en einn stuðningsmaður bandaríska liðsins tók forskot á sæluna er hann fylgdist með æfingu evrópska liðsins í dag. Maður að nafni Dave Johnson var að fylgjast með Svíanum Henrik Stenson, sigurvegara opna breska mótsins í ár, og Justin Rose, æfa sig á púttflöt og var með dólg. Johnson var mest að angra Englendinginn Justin Rose sem var að undirbúa sig fyrir að setja niður þriggja metra pútt. Stenson ákvað að koma félaga sínum til varnar og gekk á bandaríska golfdólginn. Svíinn skoraði á Johnson að setja púttið sjálfur niður og bauð honum 100 dali ef hann gæti gert það. Johnson var fljótur út á flötina í rauðri flíspeysu og mokkasíum. Það þurfti ekki að bjóða honum þetta tvisvar. Justin Rose lagði einnig fram 100 dali ef hann bandaríski stuðningsmaðurinn gæti sett niður púttið sem hann auðvitað gerði við mikla kátinu fjöldans sem var að fylgjast með æfingunni. Rory McIlroy var einnig á staðnum og tók myndband sem hann setti á Twitter. Hann skrifaði við færsluna: „Er Ryder-bikarinn byrjaður?“ Myndband af þessu geggjaða atviki frá NBC-sjónvarpsstöðinni og Rory má sjá hér að neðan.Fan chirping Team Europe at Ryder Cup practice, is asked to put money where his big mouth is, for $100. Amazing. pic.twitter.com/mzlDzu2ASR— Faizal Khamisa (@SNFaizalKhamisa) September 29, 2016 Has the @rydercup started already?? pic.twitter.com/s6EImcbnZv— Rory McIlroy (@McIlroyRory) September 29, 2016
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira