Fimmta kynslóð Nissan Micra frumsýnd í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 13:33 Fimmta og nýjasta kynslóð Nissan Micra var kynnt í morgun á bílasýningunni í París. Örtröð gesta kom sér fyrir á sýningarbás Nissan þegar bíllinn var kynntur, en þessi vinsæli smábíll verður frumsýndur hjá BL í byrjun mars. Nissan Micra var fyrst kynnt til sögunnar fyrir 33 árum og hefur þessi bíll keppt við aðra magnsölubíla í þessum flokki minni fólksbíla, þ.e. bíla eins og Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Toyota Yaris, Suzuki Swift og Renault Clio, svo einhverjir séu nefndir. Nissan segir að hið nýja útspil þeirra í formi Nissan Micra sé enn einn djarflega teiknaður bíll fyrirtækisins á síðustu árum og kemur hann í kjölfar Nissan Juke, Qashqai og Note, sem allir hafa fengið frábærar móttökur. Nissan kallar nýjan Micra bíl sinn flaggskipið á meðal nýrra Nissan bíla og ætlar sér greinilega stóra hluti með þessum nýja bíl.Laglegt innanrými í Nissan Micra Bílar video Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent
Fimmta og nýjasta kynslóð Nissan Micra var kynnt í morgun á bílasýningunni í París. Örtröð gesta kom sér fyrir á sýningarbás Nissan þegar bíllinn var kynntur, en þessi vinsæli smábíll verður frumsýndur hjá BL í byrjun mars. Nissan Micra var fyrst kynnt til sögunnar fyrir 33 árum og hefur þessi bíll keppt við aðra magnsölubíla í þessum flokki minni fólksbíla, þ.e. bíla eins og Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Toyota Yaris, Suzuki Swift og Renault Clio, svo einhverjir séu nefndir. Nissan segir að hið nýja útspil þeirra í formi Nissan Micra sé enn einn djarflega teiknaður bíll fyrirtækisins á síðustu árum og kemur hann í kjölfar Nissan Juke, Qashqai og Note, sem allir hafa fengið frábærar móttökur. Nissan kallar nýjan Micra bíl sinn flaggskipið á meðal nýrra Nissan bíla og ætlar sér greinilega stóra hluti með þessum nýja bíl.Laglegt innanrými í Nissan Micra
Bílar video Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent