MAX1 Bílavaktin og Bleika slaufan í þriðja sinn Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 11:25 Starfsmenn MAX1 Bílavaktarinnar og Krabbameinsfélags Íslands innsigla hér samstarfið. MAX1 Bílavaktin, sem er söluaðili Nokian tires á Íslandi, mun nú í þriðja sinn ganga til samstarfs við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian dekkja renna til átaksins. Á meðan samstarfinu stendur mun MAX1 jafnframt bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af Nokian dekkjum. Bleika slaufan er í senn árvekni- og fjáröflunarátak sem er nú haldið í tíunda sinn. Í ár verður lögð áhersla á brjóstakrabbamein og safnað verður fyrir endurnýjun á tækjabúnaði fyrir brjóstakrabbameinsleit. MAX1 og Bleika slaufan hafa átt farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið nú í ár. „Viðskiptavinir sem og starfsmenn okkar hafa tekið þessu samstarfi rosalega vel enda frábært málefni. Nokian í Finnlandi hefur kynnt samstarfið fyrir sínum markaðssvæðum og vonandi sjáum við samskonar samstarf um alla Evrópu á næstu misserum. Það er sönn ánægja að fá að taka þátt í að vekja athygli á eins þörfu málefni og krabbamein er“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. Samstarfið hefst 1. október og verður út nóvember mánuð. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur talsins, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.20% afsláttur af Nokian gæðadekkjumViðskiptavinir MAX1 sem versla dekk í október og nóvember leggja ekki einungis góðu málefni lið heldur fá einnig 20% afslátt af Nokian dekkjum.Dekk eru af ólíkum gæðumNokian dekk koma frá Finnlandi og eru ein öruggustu dekk sem völ er á eins og kannanir hafa sýnt fram á. Nokian er hefur sérhæft sig í framleiðslu dekkja fyrir þær aksturs aðstæður sem finnast hér á Íslandi. „Við höfum reynt að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Það kemur mörgum á óvart að heyra að mismunur á hemlunarvegalengd tveggja nýrra dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar. Þessi vegalengd getur skipt sköpum. Við bjóðum upp á dekk í öllum verðflokkum en við ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna“ segir Sigurjón Árni. „Við veitum fólki ráðgjöf um hvernig dekk séu best undir bílinn og erum einnig með góða heimasíðu sem er með miklum upplýsingum um ólík dekk. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent
MAX1 Bílavaktin, sem er söluaðili Nokian tires á Íslandi, mun nú í þriðja sinn ganga til samstarfs við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian dekkja renna til átaksins. Á meðan samstarfinu stendur mun MAX1 jafnframt bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af Nokian dekkjum. Bleika slaufan er í senn árvekni- og fjáröflunarátak sem er nú haldið í tíunda sinn. Í ár verður lögð áhersla á brjóstakrabbamein og safnað verður fyrir endurnýjun á tækjabúnaði fyrir brjóstakrabbameinsleit. MAX1 og Bleika slaufan hafa átt farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið nú í ár. „Viðskiptavinir sem og starfsmenn okkar hafa tekið þessu samstarfi rosalega vel enda frábært málefni. Nokian í Finnlandi hefur kynnt samstarfið fyrir sínum markaðssvæðum og vonandi sjáum við samskonar samstarf um alla Evrópu á næstu misserum. Það er sönn ánægja að fá að taka þátt í að vekja athygli á eins þörfu málefni og krabbamein er“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. Samstarfið hefst 1. október og verður út nóvember mánuð. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur talsins, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.20% afsláttur af Nokian gæðadekkjumViðskiptavinir MAX1 sem versla dekk í október og nóvember leggja ekki einungis góðu málefni lið heldur fá einnig 20% afslátt af Nokian dekkjum.Dekk eru af ólíkum gæðumNokian dekk koma frá Finnlandi og eru ein öruggustu dekk sem völ er á eins og kannanir hafa sýnt fram á. Nokian er hefur sérhæft sig í framleiðslu dekkja fyrir þær aksturs aðstæður sem finnast hér á Íslandi. „Við höfum reynt að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Það kemur mörgum á óvart að heyra að mismunur á hemlunarvegalengd tveggja nýrra dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar. Þessi vegalengd getur skipt sköpum. Við bjóðum upp á dekk í öllum verðflokkum en við ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna“ segir Sigurjón Árni. „Við veitum fólki ráðgjöf um hvernig dekk séu best undir bílinn og erum einnig með góða heimasíðu sem er með miklum upplýsingum um ólík dekk.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent