Breytt útlit nýs Land Rover Discovery Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 09:25 Öllu mýkri línur en í síðustu kynslóð Discovery. Land Rover kynnti nýtt útlit Discovery bíls síns í gærkvöldi á bílasýningunni í París. Þar fengu gestir að líta öllu mýkri og sveigðari línur í þessum vinsæla jeppa en í núverandi kynslóð hans. Er sá nýi af fimmtu kynslóð en fyrri gerðir bílsins hafa verið með einkar hvössum línum, en núverandi bíll er mjög kassalaga. Forsvarsmenn Land Rover sögðu við kynningu bílsins að með nýrri hönnun væri verið að leita að meiri fágun, en minna að útliti sem benti til þess að um væri að ræða torfærubíl. Engu að síður væri sá nýi jafn fær um að glíma við þær og áður og bíllinn hefur til að mynda 90 cm vaðdýpt. Nýr Discovery er talsvert léttari en fjórða kynslóðin og stafar það að aukinni notkun áls. Bíllinn léttist um meira en 400 kg á milli kynslóða. Hann er samt örlítið lengri og breiðari og bil milli öxla hefur aukist um 4 cm, en bíllinn er lítillega lægri til þaksins. Discovery mun bæði bjóðast sem 5 og 7 manna bíll.Laglegur að framan en óvenjuleg í laginu aftasta hliðarrúðan.Reffilegur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Land Rover kynnti nýtt útlit Discovery bíls síns í gærkvöldi á bílasýningunni í París. Þar fengu gestir að líta öllu mýkri og sveigðari línur í þessum vinsæla jeppa en í núverandi kynslóð hans. Er sá nýi af fimmtu kynslóð en fyrri gerðir bílsins hafa verið með einkar hvössum línum, en núverandi bíll er mjög kassalaga. Forsvarsmenn Land Rover sögðu við kynningu bílsins að með nýrri hönnun væri verið að leita að meiri fágun, en minna að útliti sem benti til þess að um væri að ræða torfærubíl. Engu að síður væri sá nýi jafn fær um að glíma við þær og áður og bíllinn hefur til að mynda 90 cm vaðdýpt. Nýr Discovery er talsvert léttari en fjórða kynslóðin og stafar það að aukinni notkun áls. Bíllinn léttist um meira en 400 kg á milli kynslóða. Hann er samt örlítið lengri og breiðari og bil milli öxla hefur aukist um 4 cm, en bíllinn er lítillega lægri til þaksins. Discovery mun bæði bjóðast sem 5 og 7 manna bíll.Laglegur að framan en óvenjuleg í laginu aftasta hliðarrúðan.Reffilegur
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent