Bílunum ekki lengur kennt um verstu dísilreyksmengunina Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 12:46 Miklar byggingaframkvæmdir eru nú í London. Hjá á yfirvöldum í London er versta dísilreykmengunin ekki lengur rakin til bíla og umferðar fyrst og fremst, heldur til byggingariðnaðar. Mikil þensla er í byggingariðnaðinum þar um þessar mundir og stærsti einstaki hluti dísilmengunarinnar í borginni er rakinn til mikilla byggingaframkvæmda út um alla borg. Þegar dísilsvindlmál Volkswagen kom upp fyrir ári beindist mestöll athygli yfirvalda og almennings að dísilbílum sem miklum skaðvaldi sem dældi heilsuspillandi og banvænu sóti og nítursamböndum út í andrúmsloftið. Nú þykir hins vegar ljóst að mikill fjöldi dísilrafstöðva sem knýja byggingakrana og allskonar vélar og verkfæri á byggingasvæðum eru miklu verri. Rafstöðvarnar eru notaðar á framkvæmdatíma þar sem veitukerfi ráða ekki við að að afgreiða þann griðarmikla straum sem þarf til að knýja þessi orkufreku tæki og tól á byggingasvæðunum. Gallinn er svo sá að til rafstöðvanna eru miklu minni kröfur gerðar en til dísilbíla. Dísilvélar rafstöðvanna eru flestar gamaldags. Á þeim er enginn útblásturshreinsibúnaður og engar reglur eru um hreinleika eldsneytisins. Þær ausa því frá sér háskalegum mengunarefnum og sóti út í andrúmsloftið. Tæknifyrirtækið Emission Analysis sem aðstoðað hefur bresk yfirvöld við að meta þau mengunaráhrif sem Volkswagensvindlið hefur haft á loftgæði í Bretlandi, vinnur nú ásamt vísindamönnum frá Kings College í London að því að kortleggja mengunina frá byggingavinnunni í borginni og mæla og meta magn hennar, útbreiðslu og skaðleg áhrif á heilsu fólks. Talsmaður Emission Analysis segir við Reuters fréttaveituna að mælingar hafi m.a. leitt í ljós að hver 8 kílóWatta dísilrafstöð, sem alls ekki telst meðal þeirra stærri sem í notkun eru á byggingasvæðum, pústi út sexfalt meira magni af níturoxíði og 15 sinnum meira sóti og sótögnum á hverjum degi en meðal strætisvagn í London gerir. Þetta eitt sýni glöggt hve nauðsynlegt það er að setja reglur um hámarksútblástur frá rafstöðvum og hverskonar smávélum en einblína ekki bara á bílana. Frá þessu var greint á fib.is. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent
Hjá á yfirvöldum í London er versta dísilreykmengunin ekki lengur rakin til bíla og umferðar fyrst og fremst, heldur til byggingariðnaðar. Mikil þensla er í byggingariðnaðinum þar um þessar mundir og stærsti einstaki hluti dísilmengunarinnar í borginni er rakinn til mikilla byggingaframkvæmda út um alla borg. Þegar dísilsvindlmál Volkswagen kom upp fyrir ári beindist mestöll athygli yfirvalda og almennings að dísilbílum sem miklum skaðvaldi sem dældi heilsuspillandi og banvænu sóti og nítursamböndum út í andrúmsloftið. Nú þykir hins vegar ljóst að mikill fjöldi dísilrafstöðva sem knýja byggingakrana og allskonar vélar og verkfæri á byggingasvæðum eru miklu verri. Rafstöðvarnar eru notaðar á framkvæmdatíma þar sem veitukerfi ráða ekki við að að afgreiða þann griðarmikla straum sem þarf til að knýja þessi orkufreku tæki og tól á byggingasvæðunum. Gallinn er svo sá að til rafstöðvanna eru miklu minni kröfur gerðar en til dísilbíla. Dísilvélar rafstöðvanna eru flestar gamaldags. Á þeim er enginn útblásturshreinsibúnaður og engar reglur eru um hreinleika eldsneytisins. Þær ausa því frá sér háskalegum mengunarefnum og sóti út í andrúmsloftið. Tæknifyrirtækið Emission Analysis sem aðstoðað hefur bresk yfirvöld við að meta þau mengunaráhrif sem Volkswagensvindlið hefur haft á loftgæði í Bretlandi, vinnur nú ásamt vísindamönnum frá Kings College í London að því að kortleggja mengunina frá byggingavinnunni í borginni og mæla og meta magn hennar, útbreiðslu og skaðleg áhrif á heilsu fólks. Talsmaður Emission Analysis segir við Reuters fréttaveituna að mælingar hafi m.a. leitt í ljós að hver 8 kílóWatta dísilrafstöð, sem alls ekki telst meðal þeirra stærri sem í notkun eru á byggingasvæðum, pústi út sexfalt meira magni af níturoxíði og 15 sinnum meira sóti og sótögnum á hverjum degi en meðal strætisvagn í London gerir. Þetta eitt sýni glöggt hve nauðsynlegt það er að setja reglur um hámarksútblástur frá rafstöðvum og hverskonar smávélum en einblína ekki bara á bílana. Frá þessu var greint á fib.is.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent