Segir Ögmund vera verkkvíðinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson „Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudaginn. „Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á til samanburðar erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrifuðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur.Ögmundur JónassonVigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verkkvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðsmann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrrverandi ráðherra úr þessari ríkisstjórn tekur það ekki upp.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudaginn. „Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á til samanburðar erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrifuðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur.Ögmundur JónassonVigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verkkvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðsmann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrrverandi ráðherra úr þessari ríkisstjórn tekur það ekki upp.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira