Hallgrímur Pétursson snýr aftur Óttar Guðmundsson skrifar 24. september 2016 07:00 Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn. Það kom vel á vonda að Hallgrímur heitinn Pétursson birtist skynugum bónda norður í landi í draumi á dögunum. Hallgrímur kom haltrandi inn svefnherbergisgólfið, staðnæmdist við rúmstokkinn og handlék nýlega útgáfu af Passíusálmunum. Hann horfði á manninn dapurlegum augum og fór með þessar nýju heilræðavísur. Að því búnu snerist hann á hæl og hvarf manninum sýnum. Bóndinn vaknaði, mundi vísurnar og sendi þær mér í tölvupósti: Lastaðu aldrei lítilmagna og láttu þá í friði sem eiga litlu láni að fagna á landsmálanna sviði. Framsóknar við flokkinn skaltu friðsamlega láta, víst ávallt þann vana haltu ef veigalitlir gráta. Aldrei skyldi í þá glefsað sem ábyrgð þunga bera, og víst skal þeim ei verða refsað sem vita ei hvað þeir gera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun
Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn. Það kom vel á vonda að Hallgrímur heitinn Pétursson birtist skynugum bónda norður í landi í draumi á dögunum. Hallgrímur kom haltrandi inn svefnherbergisgólfið, staðnæmdist við rúmstokkinn og handlék nýlega útgáfu af Passíusálmunum. Hann horfði á manninn dapurlegum augum og fór með þessar nýju heilræðavísur. Að því búnu snerist hann á hæl og hvarf manninum sýnum. Bóndinn vaknaði, mundi vísurnar og sendi þær mér í tölvupósti: Lastaðu aldrei lítilmagna og láttu þá í friði sem eiga litlu láni að fagna á landsmálanna sviði. Framsóknar við flokkinn skaltu friðsamlega láta, víst ávallt þann vana haltu ef veigalitlir gráta. Aldrei skyldi í þá glefsað sem ábyrgð þunga bera, og víst skal þeim ei verða refsað sem vita ei hvað þeir gera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.