Fyrsti rafmagnsbíll Mercedes Benz frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 09:12 Nýr Mercedes-Benz B-Class Electric Drive rafbíll hefur verið kynntur til leiks en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem frumsýndur er hér á landi. Rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Með því að ýta á takka í mælaborðinu fer Range Plus búnaðurinn í gang og eykur drægni bílsins um allt að 30 km. Mercedes Benz B-Class er aflmikill bíll og snar í snúningum. Rafmótorinn skilar 179 hestöflum og togið er 340 Nm. Hröðunin úr 0-100 km er aðeins 7,9 sekúndur. Hleðslutími bílsins er 3 klukkustundir í heimahleðslustöð. B-Class rafbíllinn er vel búinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Bíllinn hefur síðustu daga verið til sýnis á CHARGE Energy Branding Conference ráðstefnunni í Hörpunni og er það vel við hæfi enda er þessi byltingarkenndi rafbíll frá Mercedes-Benz það sem framtíðin ber í skauti sér. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Nýr Mercedes-Benz B-Class Electric Drive rafbíll hefur verið kynntur til leiks en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem frumsýndur er hér á landi. Rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Með því að ýta á takka í mælaborðinu fer Range Plus búnaðurinn í gang og eykur drægni bílsins um allt að 30 km. Mercedes Benz B-Class er aflmikill bíll og snar í snúningum. Rafmótorinn skilar 179 hestöflum og togið er 340 Nm. Hröðunin úr 0-100 km er aðeins 7,9 sekúndur. Hleðslutími bílsins er 3 klukkustundir í heimahleðslustöð. B-Class rafbíllinn er vel búinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Bíllinn hefur síðustu daga verið til sýnis á CHARGE Energy Branding Conference ráðstefnunni í Hörpunni og er það vel við hæfi enda er þessi byltingarkenndi rafbíll frá Mercedes-Benz það sem framtíðin ber í skauti sér.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent