Caterham 7 Sprint seldist upp á viku Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 13:28 Caterham 7 Sprint. Breski bílasmiðurinn Caterham setti í sölu ein 60 eintök af þessum Caterham 7 Sprint bíl, en hann er sannarlega afturhvarf til fortíðar og lítur út eins og sportbíll frá sjötta áratug síðustu aldar. Bíllinn seldist upp á einni viku og settu kaupendur ekki fyrir sig að bíllinn kostar 4,2 milljónir í Bretlandi þrátt fyrir að vera afar smár og með aðeins 80 hestafla vél frá Suzuki. Bíllinn kemur að auki á örmjóum dekkjum svo það ætti að vera auðvelt að láta hann drifta dálítið í beygjum. Caterham 7 Sprint er reyndar ári líkur Lotus 7 bílnum sem framleiddur var á árunum 1957 til 1972 og greinilegt bæði með útlitinu og stafnum 7 að Lotusinn sé fyrirmyndin. Caterham 7 Sprint er bæði afar fallegur að innan en mjög gamladags í leiðinni. Hann er með stýri úr viði, mælarnir eru gamaldags og einfaldleikinn allsráðandi. Sætin eru hinsvegar úr gullfallegu rauðu leðri með stafi Caterham þrykkta í leðrið. Caterham smíðar aðeins um 500 bíla á ári svo með sölu þessara 60 bíla var seld 12% ársframleiðslu fyrirtækisins á einni viku.Gullfalleg leðursæti eru í bílnum. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Breski bílasmiðurinn Caterham setti í sölu ein 60 eintök af þessum Caterham 7 Sprint bíl, en hann er sannarlega afturhvarf til fortíðar og lítur út eins og sportbíll frá sjötta áratug síðustu aldar. Bíllinn seldist upp á einni viku og settu kaupendur ekki fyrir sig að bíllinn kostar 4,2 milljónir í Bretlandi þrátt fyrir að vera afar smár og með aðeins 80 hestafla vél frá Suzuki. Bíllinn kemur að auki á örmjóum dekkjum svo það ætti að vera auðvelt að láta hann drifta dálítið í beygjum. Caterham 7 Sprint er reyndar ári líkur Lotus 7 bílnum sem framleiddur var á árunum 1957 til 1972 og greinilegt bæði með útlitinu og stafnum 7 að Lotusinn sé fyrirmyndin. Caterham 7 Sprint er bæði afar fallegur að innan en mjög gamladags í leiðinni. Hann er með stýri úr viði, mælarnir eru gamaldags og einfaldleikinn allsráðandi. Sætin eru hinsvegar úr gullfallegu rauðu leðri með stafi Caterham þrykkta í leðrið. Caterham smíðar aðeins um 500 bíla á ári svo með sölu þessara 60 bíla var seld 12% ársframleiðslu fyrirtækisins á einni viku.Gullfalleg leðursæti eru í bílnum.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent