Formula E til New York Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 09:40 Fyrsta aksturskeppni sem fram fer innan borgarmarka New York borgar mun verða haldin næsta júlí en þá verður keppt í Formula E keppnisröð rafmagnsbíla. Akstursbrautin í New York verður í Brooklyn hverfinu og verður með 13 beygjum og fer um Pier 11 hafnarhverfið og Brooklin Cruis Terminal. Þessi ákvörðun forsvarsmanna Formula E keppninnar markar heilmikil tímamót og ætti að vekja aukinn áhuga á þessari keppni í Bandaríkjunum. Eru New York búar fyrir vikið kátir með stjórn borgarinnar með þetta frumkvæði. Formula E keppnin fer víða um borgir heims og fyrirhugaðar eru keppnir í Hong Kong, Buenos Aires, París, Berlín, Marrakesh og Montreal í Kanada, auk fleiri keppnisstaða. Formula E keppnismótaröðin er aðeins á sínu þriðja ári og síaukinn áhugi er á keppninni. Frægir ökumenn bætast sífellt við í þessa keppni kappakstursbíla sem aðeins eru drifnir áfram af rafmagni og koma margir þeirra úr Formula 1 keppnismótaröðinni. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Fyrsta aksturskeppni sem fram fer innan borgarmarka New York borgar mun verða haldin næsta júlí en þá verður keppt í Formula E keppnisröð rafmagnsbíla. Akstursbrautin í New York verður í Brooklyn hverfinu og verður með 13 beygjum og fer um Pier 11 hafnarhverfið og Brooklin Cruis Terminal. Þessi ákvörðun forsvarsmanna Formula E keppninnar markar heilmikil tímamót og ætti að vekja aukinn áhuga á þessari keppni í Bandaríkjunum. Eru New York búar fyrir vikið kátir með stjórn borgarinnar með þetta frumkvæði. Formula E keppnin fer víða um borgir heims og fyrirhugaðar eru keppnir í Hong Kong, Buenos Aires, París, Berlín, Marrakesh og Montreal í Kanada, auk fleiri keppnisstaða. Formula E keppnismótaröðin er aðeins á sínu þriðja ári og síaukinn áhugi er á keppninni. Frægir ökumenn bætast sífellt við í þessa keppni kappakstursbíla sem aðeins eru drifnir áfram af rafmagni og koma margir þeirra úr Formula 1 keppnismótaröðinni.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent