Eyddu 242 milljörðum í ekkert Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 13:47 Talsverður munur er á verði 87 og 93 oktana bensíns í Bandaríkjunum. Þeir bíleigendur í Bandaríkjunum sem völdu sér á síðasta ári að dæla 93 oktana Premium bensíni á bíla sína í stað hefðbundins og ódýrara 87 oktana bensíns virðast hafa eytt 2,1 milljörðum dala í ekki neitt, eða 242 milljörðum króna. Sá er munurinn á kaupverði alls þess 93 Premium bensíns sem keypt var í fyrra í samanburði við 87 oktana bensín. American Automotive Association (AAA) gerði könnun á áhrifum þess að vera með 93 Premium bensín á nokkrum gerðum bíla og fundu út að það breytti nákvæmlega engu í samanburði við 87 oktana bensín. Eyðsla minnkaði ekki, né mengun þeirra og afl jókst ekki heldur. Hinsvegar ætti bíleigendur fremur að horfa til þess að bensínið sem þeir setja á bíla sína sé merkt TOP TIER, sama hver oktantalan er. Það bensín sem merkt er TOP TIER getur haft 19 sinnum minna af óæskilegum efnum sem falla út í gangverk vélanna og slíkt bensín eykur einnig á afl vélanna og minnkar eyðslu. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent
Þeir bíleigendur í Bandaríkjunum sem völdu sér á síðasta ári að dæla 93 oktana Premium bensíni á bíla sína í stað hefðbundins og ódýrara 87 oktana bensíns virðast hafa eytt 2,1 milljörðum dala í ekki neitt, eða 242 milljörðum króna. Sá er munurinn á kaupverði alls þess 93 Premium bensíns sem keypt var í fyrra í samanburði við 87 oktana bensín. American Automotive Association (AAA) gerði könnun á áhrifum þess að vera með 93 Premium bensín á nokkrum gerðum bíla og fundu út að það breytti nákvæmlega engu í samanburði við 87 oktana bensín. Eyðsla minnkaði ekki, né mengun þeirra og afl jókst ekki heldur. Hinsvegar ætti bíleigendur fremur að horfa til þess að bensínið sem þeir setja á bíla sína sé merkt TOP TIER, sama hver oktantalan er. Það bensín sem merkt er TOP TIER getur haft 19 sinnum minna af óæskilegum efnum sem falla út í gangverk vélanna og slíkt bensín eykur einnig á afl vélanna og minnkar eyðslu.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent