Aston Martin, Rolls Royce, Bentley og Lamborghini skrópa í París 20. september 2016 16:27 Gestir bílasýningarinnar í París í ár geta ekki barið fallega bíla Bentley augum að þessu sinni. Talsvert færra verður af lúxusbílaframleiðendum á bílasýningunni í París en oftast nær. Sýningin hefst um næstu mánaðarmót og forföllin eru fleiri því fjöldaframleiðendurnir Ford og Volvo verða þar ekki heldur. Bentley og Lamborghini eru bæði í eigu Volkswagen og þar á bæ er reynt að spara sem mest vegna dísilvélasvindlsins og til að eiga fyrir öllum sektunum. Auk þess segjast þeir Bentley-menn vilja leggja fremur áherslu á smærri sýningar og hjá Lamborghini er verið að endurhugsa framtíðaráformin og því ekki rétti tíminn til að sýna nýja bíla. Á síðustu bílasýningu í París árið 2014 komu 1,25 milljón gestir og þótti sýningin þá afar vel heppnuð. Ekki er víst að það verði uppá teningnum núna, en dýru lúxusbílamerkin hafa ávallt mikið aðdráttarafl. Fastlega má búast við því í ár að rafmagnsbílar steli senunni þar sem flestir bílaframleiðendur munu sýna slíka bíla þar, bæði hreinræktaða rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Talsvert færra verður af lúxusbílaframleiðendum á bílasýningunni í París en oftast nær. Sýningin hefst um næstu mánaðarmót og forföllin eru fleiri því fjöldaframleiðendurnir Ford og Volvo verða þar ekki heldur. Bentley og Lamborghini eru bæði í eigu Volkswagen og þar á bæ er reynt að spara sem mest vegna dísilvélasvindlsins og til að eiga fyrir öllum sektunum. Auk þess segjast þeir Bentley-menn vilja leggja fremur áherslu á smærri sýningar og hjá Lamborghini er verið að endurhugsa framtíðaráformin og því ekki rétti tíminn til að sýna nýja bíla. Á síðustu bílasýningu í París árið 2014 komu 1,25 milljón gestir og þótti sýningin þá afar vel heppnuð. Ekki er víst að það verði uppá teningnum núna, en dýru lúxusbílamerkin hafa ávallt mikið aðdráttarafl. Fastlega má búast við því í ár að rafmagnsbílar steli senunni þar sem flestir bílaframleiðendur munu sýna slíka bíla þar, bæði hreinræktaða rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent