Til þeirra sem hugsa um börnin mín Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2016 07:00 Leikskólabarn er í um 2.700 vökustundir heima á ári en foreldrar sem hafa börnin sín aðra hverja viku fá 1.350 vökustundir á ári. Leikskólastarfsmenn eru 1.800 vökustundir á ári með leikskólabörnum í átta tíma vistun. Starfsmenn í leikskóla hafa sjö hundruð sinnum skipt um bleyju á hverju barni. Gefið þeim á fjórða þúsund máltíða. Ef ég gef mér að barn meiði sig eða verði dapurt tvisvar í viku þá hefur leikskólastarfsmaður huggað hvert barn um fjögur hundruð sinnum. Miklu oftar hafa þau fengið hlýjan faðm í dagsins önn. Örugglega mörg þúsund sinnum. Í síðustu viku var kynnt aðgerðaáætlun borgarinnar til að bregðast við neyðarástandi á leikskólum vegna fjárskorts og manneklu. Áætlunin var kynnt eftir mikinn þrýsting bugaðra leikskólastjóra sem loks fengu foreldra í lið með sér. Þegar það var farið að senda börn heim og atvinnulífið bylti sér. Ég fagna samstöðu foreldra með starfsfólki leikskóla. En þetta var kornið sem fyllti löngu yfirflæðandi mælinn. Í mörg ár höfum við vitað að leikskólakennarar eru með léleg laun, að starfið sé fjársvelt, vinnuaðstæður erfiðar og streita hrjái stéttina. Enn er langt í land þótt örlítill plástur sé kominn á sárið. Mér finnst að við ættum alla daga að vera í liði með fólkinu sem skeinir, huggar, matar og svæfir börnin okkar. Sem kennir þeim félagsfærni, dýpkar skilning þeirra og sál, svarar flóknum spurningum um tilveruna og hlær með þeim. Fólkinu sem segir okkur sögur af börnunum okkar þegar við sækjum þau í lok dags. Foreldrar eru stór og sterkur hópur. Notum rödd okkar. Og ekki bara inniröddina, eins og sagt er gjarnan á leikskólunum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Leikskólabarn er í um 2.700 vökustundir heima á ári en foreldrar sem hafa börnin sín aðra hverja viku fá 1.350 vökustundir á ári. Leikskólastarfsmenn eru 1.800 vökustundir á ári með leikskólabörnum í átta tíma vistun. Starfsmenn í leikskóla hafa sjö hundruð sinnum skipt um bleyju á hverju barni. Gefið þeim á fjórða þúsund máltíða. Ef ég gef mér að barn meiði sig eða verði dapurt tvisvar í viku þá hefur leikskólastarfsmaður huggað hvert barn um fjögur hundruð sinnum. Miklu oftar hafa þau fengið hlýjan faðm í dagsins önn. Örugglega mörg þúsund sinnum. Í síðustu viku var kynnt aðgerðaáætlun borgarinnar til að bregðast við neyðarástandi á leikskólum vegna fjárskorts og manneklu. Áætlunin var kynnt eftir mikinn þrýsting bugaðra leikskólastjóra sem loks fengu foreldra í lið með sér. Þegar það var farið að senda börn heim og atvinnulífið bylti sér. Ég fagna samstöðu foreldra með starfsfólki leikskóla. En þetta var kornið sem fyllti löngu yfirflæðandi mælinn. Í mörg ár höfum við vitað að leikskólakennarar eru með léleg laun, að starfið sé fjársvelt, vinnuaðstæður erfiðar og streita hrjái stéttina. Enn er langt í land þótt örlítill plástur sé kominn á sárið. Mér finnst að við ættum alla daga að vera í liði með fólkinu sem skeinir, huggar, matar og svæfir börnin okkar. Sem kennir þeim félagsfærni, dýpkar skilning þeirra og sál, svarar flóknum spurningum um tilveruna og hlær með þeim. Fólkinu sem segir okkur sögur af börnunum okkar þegar við sækjum þau í lok dags. Foreldrar eru stór og sterkur hópur. Notum rödd okkar. Og ekki bara inniröddina, eins og sagt er gjarnan á leikskólunum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun