Bera bragð villtrar náttúru Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 09:15 Grafnar gæsabringur á stökkum faltbökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi. Vísir/Eyþór Árnason „Ég geri dálítið að því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Það sem heillar mig mest við það er að vera með í öllu ferlinu þar til veiðin er komin á disk,“ segir Steinar Sveinsson, yfirkokkur á Mat og drykk á Grandagarði. Sá staður er þekktur fyrir að nýta íslenskt hráefni sem mest.Steinar nostrar við snitturnar. Steinar greip fugl úr eigin afla og gróf bringurnar sem hér birtast á mynd ofan á stökkum flatkökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi.Þurrkaðir, íslenskir villisveppir eru alveg frábærir að mati Steinars. Vísir/Anton Brink„Gæsabringur eru flott hráefni, en þær eru misjafnlega seigar eftir aldri fuglanna. Besta trikkið í bókinni er að skera þær í þunnar sneiðar. Það er líka betra að grafa þær en steikja ef maður er ekki klár á aldrinum,“ segir hann. „Þessar bringur gróf ég á hefðbundinn hátt í salti og sykri við stofuhita í nokkra klukkutíma. Síðan skolaði ég þær og velti þeim upp úr hjúp, þannig kemur kryddbragðið. Þá er gott að setja þær í augnablik inn í kæli og svo eru þær tilbúnar til niðurskurðar.“Hvannarfræ eru bæði holl og gefa sérstakan keim. Þau er hægt að kaupa í heilsubúðum.Mynd/GunHann vekur athygli á að sýrðu villisveppirnir sem eru ofan á gæsasnittunum þurfi að liggja í leginum í kæliskáp í sólarhring og hvannarkapersið þurfi einn til tvo sólarhringa við stofuhita til að ná rétta bragðinu.Steinar er yfirkokkur á Mat og drykk.Vísir/EyþórSteinar kveðst hafa farið í veiðiferð um daginn en séð lítið af fugli. „Þá tíndi ég bara lerkisveppi og bláber í staðinn,“ lýsir hann. „Þurrkaðir íslenskir villisveppir eru alveg frábærir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016. Lífið Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Ég geri dálítið að því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Það sem heillar mig mest við það er að vera með í öllu ferlinu þar til veiðin er komin á disk,“ segir Steinar Sveinsson, yfirkokkur á Mat og drykk á Grandagarði. Sá staður er þekktur fyrir að nýta íslenskt hráefni sem mest.Steinar nostrar við snitturnar. Steinar greip fugl úr eigin afla og gróf bringurnar sem hér birtast á mynd ofan á stökkum flatkökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi.Þurrkaðir, íslenskir villisveppir eru alveg frábærir að mati Steinars. Vísir/Anton Brink„Gæsabringur eru flott hráefni, en þær eru misjafnlega seigar eftir aldri fuglanna. Besta trikkið í bókinni er að skera þær í þunnar sneiðar. Það er líka betra að grafa þær en steikja ef maður er ekki klár á aldrinum,“ segir hann. „Þessar bringur gróf ég á hefðbundinn hátt í salti og sykri við stofuhita í nokkra klukkutíma. Síðan skolaði ég þær og velti þeim upp úr hjúp, þannig kemur kryddbragðið. Þá er gott að setja þær í augnablik inn í kæli og svo eru þær tilbúnar til niðurskurðar.“Hvannarfræ eru bæði holl og gefa sérstakan keim. Þau er hægt að kaupa í heilsubúðum.Mynd/GunHann vekur athygli á að sýrðu villisveppirnir sem eru ofan á gæsasnittunum þurfi að liggja í leginum í kæliskáp í sólarhring og hvannarkapersið þurfi einn til tvo sólarhringa við stofuhita til að ná rétta bragðinu.Steinar er yfirkokkur á Mat og drykk.Vísir/EyþórSteinar kveðst hafa farið í veiðiferð um daginn en séð lítið af fugli. „Þá tíndi ég bara lerkisveppi og bláber í staðinn,“ lýsir hann. „Þurrkaðir íslenskir villisveppir eru alveg frábærir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.
Lífið Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira