Mikilvægt að setja metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 20:45 Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira