Úr drullunni verður fegurðin til Magnús Guðmundsson skrifar 6. október 2016 11:15 Tolli og aðstoðarmaður hans voru í óða önn við að hengja upp myndir vítt og breytt um Kringluna í gær. Visir/GVA Það vakti með mörgum hneykslan í heimi listarinnar þegar myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á olíumálverkum í Kringlunni fyrir rúmum tuttugu árum. Hann lét það þó það allt sem vind um eyru þjóta og hefur haldið ótrauður áfram að færa listina til almennings með ýmsum hætti og í dag opnar hann að nýju sýningu í Kringlunni. „Þetta er auðvitað það sem ábyrgir aðilar eiga að sinna. Það er allt gott um það að segja að vera með listasöfn og gallerí en við eigum að vera í því að brjóta landamæri. Þegar það er gert á þennan hátt, sem er bara fokking snilld, þá bara býr maður til gallerí inni á torginu þar sem fólkið er. Þetta er meiri snertiflötur við samfélagið en það er nokkurn tíma hægt að ná í galleríi. Auðvitað sýnir maður líka í galleríi og ég er ekkert að setja út á það. En ég vil nýta svona tækifæri og fara í áttina að fólki frekar en frá því.“ Tolli segir að það sé ekki laust við að sýning í rými á borð við Kringluna sé hugsuð aðeins öðruvísi en til að mynda sýning í galleríi. „Ég er til að mynda hér með seríu af portrettmyndum af fólki að hugleiða sem er sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu. Mig langaði til þess að koma með þetta andrúmsloft inn í þennan asa sem er hérna og þetta er reyndar þemaskipt sýning en allir kaflarnir hafa þó að gera með hugann. Ég er með náttúruna, móður jörð, í landslagsmyndum sem hafa verið mínar ær og kýr. Svo kemur tilvistin og þá kemur íslenska eyðibýlið inn, en það hefur verið svona ákveðin þráhyggja hjá mér. Í einsemd sinni endurspeglar eyðibýlið hverfulleika lífsins. Þú fæðist, eldist og deyrð. Það er ákveðin fegurð í því. Svo er ég með abstrakt, expressjónískar myndir sem er óreiða hugans og að lokum myndir af Búdda en búnar til úr alls konar drasli. Þetta er magnað stöff þar sem maður er að leika sér með goðsögnina um lótusblómið og forina; úr drullunni verður fegurðin til. Við þroskumst í andstreyminu. Síðan er ég með þessar myndir af fólki að hugleiða sem vísa til þess að það er öllum eðlilegt og náttúrulegt að hugleiða. Og það er líka eins gott að við gerum það því þetta er öflugasta leiðin til þess að díla við það að sitja uppi með heila eins og við erum með. Undirrót allra vandræða okkar. Við mannkynið erum í vandræðum í dag og það er ekki út af kapítalisma eða kommúnisma heldur út af huganum. Hitt er bara afleiðing og þar er hugleiðing beisik hlutur. Ég er því að spá í að hugleiða hér í hádeginu alla daga á meðan á sýningunni stendur. Nú er ég að opna á morgun og þá byrja ég strax að vera á staðnum og ráfa hér um eins og draugur í rauðum slopp með nátthúfu.“ Segir Tolli og skellihlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það vakti með mörgum hneykslan í heimi listarinnar þegar myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á olíumálverkum í Kringlunni fyrir rúmum tuttugu árum. Hann lét það þó það allt sem vind um eyru þjóta og hefur haldið ótrauður áfram að færa listina til almennings með ýmsum hætti og í dag opnar hann að nýju sýningu í Kringlunni. „Þetta er auðvitað það sem ábyrgir aðilar eiga að sinna. Það er allt gott um það að segja að vera með listasöfn og gallerí en við eigum að vera í því að brjóta landamæri. Þegar það er gert á þennan hátt, sem er bara fokking snilld, þá bara býr maður til gallerí inni á torginu þar sem fólkið er. Þetta er meiri snertiflötur við samfélagið en það er nokkurn tíma hægt að ná í galleríi. Auðvitað sýnir maður líka í galleríi og ég er ekkert að setja út á það. En ég vil nýta svona tækifæri og fara í áttina að fólki frekar en frá því.“ Tolli segir að það sé ekki laust við að sýning í rými á borð við Kringluna sé hugsuð aðeins öðruvísi en til að mynda sýning í galleríi. „Ég er til að mynda hér með seríu af portrettmyndum af fólki að hugleiða sem er sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu. Mig langaði til þess að koma með þetta andrúmsloft inn í þennan asa sem er hérna og þetta er reyndar þemaskipt sýning en allir kaflarnir hafa þó að gera með hugann. Ég er með náttúruna, móður jörð, í landslagsmyndum sem hafa verið mínar ær og kýr. Svo kemur tilvistin og þá kemur íslenska eyðibýlið inn, en það hefur verið svona ákveðin þráhyggja hjá mér. Í einsemd sinni endurspeglar eyðibýlið hverfulleika lífsins. Þú fæðist, eldist og deyrð. Það er ákveðin fegurð í því. Svo er ég með abstrakt, expressjónískar myndir sem er óreiða hugans og að lokum myndir af Búdda en búnar til úr alls konar drasli. Þetta er magnað stöff þar sem maður er að leika sér með goðsögnina um lótusblómið og forina; úr drullunni verður fegurðin til. Við þroskumst í andstreyminu. Síðan er ég með þessar myndir af fólki að hugleiða sem vísa til þess að það er öllum eðlilegt og náttúrulegt að hugleiða. Og það er líka eins gott að við gerum það því þetta er öflugasta leiðin til þess að díla við það að sitja uppi með heila eins og við erum með. Undirrót allra vandræða okkar. Við mannkynið erum í vandræðum í dag og það er ekki út af kapítalisma eða kommúnisma heldur út af huganum. Hitt er bara afleiðing og þar er hugleiðing beisik hlutur. Ég er því að spá í að hugleiða hér í hádeginu alla daga á meðan á sýningunni stendur. Nú er ég að opna á morgun og þá byrja ég strax að vera á staðnum og ráfa hér um eins og draugur í rauðum slopp með nátthúfu.“ Segir Tolli og skellihlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira