Audi A9 og Porsche Panamera Coupe á sama undirvagni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:49 Audi A9 Coupe særir ekki beint augun. Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent