„Við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2016 22:14 Vísir/EGILL „Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira