Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2016 14:01 Aron Einar og Heimir á fundinum í dag. vísir/vilhelm Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30
Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn