Flottari Auris og ný vél Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 13:58 Jákvæðar breytingar á ytra útliti með andlitslyftingunni. Reynsluakstur – Toyota Auris 1,2 TurboSöluhæsta bíltegund á Íslandi er og hefur lengi verið Toyota og einn vinsælasti bíll Toyota er Auris, sem telst til þriðja minnsta fólksbíl Toyota, á eftir Aygo og Yaris. Toyota Auris má nú fá með nýrri vél, sem eins og hjá mörgum öðrum bílaframleiðandanum er minni en í boði hefur verið áður, þ.e. 1,2 lítra, en með aðstoð frá forþjöppu. Þar fer ferlega skemmtileg og furðu öflug vél miðað við lítið sprengirými og er ekki frá því að með henni sé komin skemmtilegasta útfærsla Auris. Vélin er 116 hestöfl, mengar eingöngu 106 g/km af CO2 og með uppgefna eyðslu uppá 4,6 lítra. Í reynsluakstrinum náðist reyndar ekki sú tala, enda oft frísklega ekið, en Aurisinn lá á milli 6 og 7 lítra eyðslu allan tímann, hvort sem farið var um borgina eða í utanbæjarakstri. Þessi nýja vél í Auris er kærkomin viðbót í fjölbreytta útgáfuflóru Auris. Víða erlendis selst Auris langmest í Hybrid-útfærslu, t.d. að 75% hluta í Bretlandi og eru kaupendur þar að leita að lítill eyðslu. Hún næst nú einnig með þessari vél án þyngdar þeirra rafhlaða og rafmótora sem eru í Hybrid-bílnum.Laglegri, en á marga fríða samkeppnisbílaNúverandi kynslóð Auris er frá árinu 2012, en hann hefur þó fengið velkomna andlitslyftingu og er allur hinn laglegasti fyrir bragðið. Þar er hann lítill eftirbátur margra samkeppnisbíla sinna í sama flokki, þ.e. C-stærðarflokki. Þar er að finna bíla eins og Volkswagen Golf, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 308, Mazda3, Honda Civic og Nissan Pulsar svo einhverjir séu nefndir. Það er því ljóst á þessari upptalningu að Toyota Auris á í ansi harðri samkeppni við söluháa bíla, ekki síst í Evrópu. Með ágætri andlitslyftingu og þessari nýju vél stenst hann samkeppnina, en er þó eftirbátur margra þeirra er kemur að aksturseiginleikum. Auris vinnur það þó upp með alkunnri lágri bilanatíðni vegna vandaðrar smíði og hárri endursölu allra Toyota bíla.Miklu betri akstursbíllJákvæðar breytingar hafa orðið á akstureiginleikum Auris engu að síður og tiltölulega líflaus stýring eldri gerðarinnar er horfin og mun meira næmni tekin við. Fjöðrunin hefur einnig batnað en þó gætir meiri hliðarhalla í beygjum en hjá mörgum samkeppnisbílum hans. Það verður þó sagt að Auris er kominn miklu nær bestu akstursbílunum í þessum harða flokki en hann var áður. Fyrir vikið var reynsluakstur bílsins ánægjulegur og ágætt afl nýju vélarinnar skemmdi alls ekki fyrir. Reynsluakstursbíllinn var með sjálfskiptingu, en einnig má fá bílinn með beinskiptingu, en hann kostar 280.000 kr. minna. Með beinskiptingunni þurfa eigendur þó að sætta sig við bæði meiri eyðslu og meiri mengun bílsins. Er þetta ágætt dæmi um að sjálfskiptingar nútímans eru orðnar svo góðar að ógerningur er að haga skiptingu í beinskiptum bílum þannig að þeir eyði minna en með sjálfskiptingu.Traustur bíll sem sjaldan dvelur á verkstæðunumToyota hefur breytt ansi mörgu með þessari andlitslyftingu Auris, þar á meðal í innréttingu hans og er hún laglegri fyrir vikið. Þó verður ekki sagt að hann setji ný viðmið í þessum flokki. Enn má segja að efnisnotkun sé fremur hrá og ódýr, en það á svo sem við margan samkeppnisbíl hans, enda ekki bílar í lúxusflokki. Framsætin eru fín og sætisstaða góð, en fótabil að aftan gæti verið meira. Fyrir vikið er þó farangursrými mjög gott og stærra en í flestum samkeppnisbílum hans, eða 360 lítrar. Í bílnum er nú tvívirk tölvustýrð miðstöð og nýr og afar velkominn 7 tommu upplýsingasskjár. Allir tengimöguleikar eru til staðar og bíllinn er í heild ágætlega búinn. Með honum er enn og aftur kominn afar áreiðanlegur bíll frá Toyota sem ekki mun dvelja mikið á bifreiðaverkstæðum landsins. Með nýju 1,2 lítra Turbo vélinni fæst hann frá 3.590.000 krónum. Ford Focus kostar frá 3.350.000 kr. með 125 hestafla bensínvél og Volkswagen Golf kostar frá 3.340.000 kr., einnig með 125 hestafla bensínvél. Mazda3 kostar 3.090.000 með 100 hestafla bensínvél.Kostir: Ný og skemmtileg vél, gott skottrými, alkunn endingÓkostir: Aksturseiginleikar, fótabil í aftursæti, verð 1,2 l. bensínvél, 116 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 106 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 3.590.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiAllur hinn snotrasti.Fremur dökkleit innrétting, einföld en vel smíðuð og skilvirk.Stærra farangursrými en í flestum samkeppnisbílum Auris.Þessi fína bakkmyndavél á vel stórum skjá. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Reynsluakstur – Toyota Auris 1,2 TurboSöluhæsta bíltegund á Íslandi er og hefur lengi verið Toyota og einn vinsælasti bíll Toyota er Auris, sem telst til þriðja minnsta fólksbíl Toyota, á eftir Aygo og Yaris. Toyota Auris má nú fá með nýrri vél, sem eins og hjá mörgum öðrum bílaframleiðandanum er minni en í boði hefur verið áður, þ.e. 1,2 lítra, en með aðstoð frá forþjöppu. Þar fer ferlega skemmtileg og furðu öflug vél miðað við lítið sprengirými og er ekki frá því að með henni sé komin skemmtilegasta útfærsla Auris. Vélin er 116 hestöfl, mengar eingöngu 106 g/km af CO2 og með uppgefna eyðslu uppá 4,6 lítra. Í reynsluakstrinum náðist reyndar ekki sú tala, enda oft frísklega ekið, en Aurisinn lá á milli 6 og 7 lítra eyðslu allan tímann, hvort sem farið var um borgina eða í utanbæjarakstri. Þessi nýja vél í Auris er kærkomin viðbót í fjölbreytta útgáfuflóru Auris. Víða erlendis selst Auris langmest í Hybrid-útfærslu, t.d. að 75% hluta í Bretlandi og eru kaupendur þar að leita að lítill eyðslu. Hún næst nú einnig með þessari vél án þyngdar þeirra rafhlaða og rafmótora sem eru í Hybrid-bílnum.Laglegri, en á marga fríða samkeppnisbílaNúverandi kynslóð Auris er frá árinu 2012, en hann hefur þó fengið velkomna andlitslyftingu og er allur hinn laglegasti fyrir bragðið. Þar er hann lítill eftirbátur margra samkeppnisbíla sinna í sama flokki, þ.e. C-stærðarflokki. Þar er að finna bíla eins og Volkswagen Golf, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 308, Mazda3, Honda Civic og Nissan Pulsar svo einhverjir séu nefndir. Það er því ljóst á þessari upptalningu að Toyota Auris á í ansi harðri samkeppni við söluháa bíla, ekki síst í Evrópu. Með ágætri andlitslyftingu og þessari nýju vél stenst hann samkeppnina, en er þó eftirbátur margra þeirra er kemur að aksturseiginleikum. Auris vinnur það þó upp með alkunnri lágri bilanatíðni vegna vandaðrar smíði og hárri endursölu allra Toyota bíla.Miklu betri akstursbíllJákvæðar breytingar hafa orðið á akstureiginleikum Auris engu að síður og tiltölulega líflaus stýring eldri gerðarinnar er horfin og mun meira næmni tekin við. Fjöðrunin hefur einnig batnað en þó gætir meiri hliðarhalla í beygjum en hjá mörgum samkeppnisbílum hans. Það verður þó sagt að Auris er kominn miklu nær bestu akstursbílunum í þessum harða flokki en hann var áður. Fyrir vikið var reynsluakstur bílsins ánægjulegur og ágætt afl nýju vélarinnar skemmdi alls ekki fyrir. Reynsluakstursbíllinn var með sjálfskiptingu, en einnig má fá bílinn með beinskiptingu, en hann kostar 280.000 kr. minna. Með beinskiptingunni þurfa eigendur þó að sætta sig við bæði meiri eyðslu og meiri mengun bílsins. Er þetta ágætt dæmi um að sjálfskiptingar nútímans eru orðnar svo góðar að ógerningur er að haga skiptingu í beinskiptum bílum þannig að þeir eyði minna en með sjálfskiptingu.Traustur bíll sem sjaldan dvelur á verkstæðunumToyota hefur breytt ansi mörgu með þessari andlitslyftingu Auris, þar á meðal í innréttingu hans og er hún laglegri fyrir vikið. Þó verður ekki sagt að hann setji ný viðmið í þessum flokki. Enn má segja að efnisnotkun sé fremur hrá og ódýr, en það á svo sem við margan samkeppnisbíl hans, enda ekki bílar í lúxusflokki. Framsætin eru fín og sætisstaða góð, en fótabil að aftan gæti verið meira. Fyrir vikið er þó farangursrými mjög gott og stærra en í flestum samkeppnisbílum hans, eða 360 lítrar. Í bílnum er nú tvívirk tölvustýrð miðstöð og nýr og afar velkominn 7 tommu upplýsingasskjár. Allir tengimöguleikar eru til staðar og bíllinn er í heild ágætlega búinn. Með honum er enn og aftur kominn afar áreiðanlegur bíll frá Toyota sem ekki mun dvelja mikið á bifreiðaverkstæðum landsins. Með nýju 1,2 lítra Turbo vélinni fæst hann frá 3.590.000 krónum. Ford Focus kostar frá 3.350.000 kr. með 125 hestafla bensínvél og Volkswagen Golf kostar frá 3.340.000 kr., einnig með 125 hestafla bensínvél. Mazda3 kostar 3.090.000 með 100 hestafla bensínvél.Kostir: Ný og skemmtileg vél, gott skottrými, alkunn endingÓkostir: Aksturseiginleikar, fótabil í aftursæti, verð 1,2 l. bensínvél, 116 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 106 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 3.590.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiAllur hinn snotrasti.Fremur dökkleit innrétting, einföld en vel smíðuð og skilvirk.Stærra farangursrými en í flestum samkeppnisbílum Auris.Þessi fína bakkmyndavél á vel stórum skjá.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent