Sýningin Iceland frumsýnd í Los Angeles Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 5. október 2016 19:30 Sýningin Iceland verður frumsýnt á föstudaginn næsta í The Ford Theaters í Los Angeles. Mynd/Ásdís „Sýningin Iceland er tilraunakennd nútímaópera eftir O-Lan Jones. Ég myndi helst lýsa tónlistinni sem blöndu af indí, óperu og söngleikjatónlist,“ segir Ásdís Þula Þorláksdóttir, nýútskrifuð leikkona frá New York Film Academy í Los Angeles, spurð út í sýninguna Iceland sem frumsýnd verður í The Ford Theaters í Los Angeles á föstudag. Fjöldi fólks kemur að sýningunni og hefur undirbúningsferlið tekið nokkur ár. Sýningin fjallar um Völu, unga stúlku sem ólst upp með æskuástinni Munda í litlu þorpi fyrir norðan. Eftir langan aðskilnað rekast þau hvort á annað á flugvelli þar sem Vala er á leiðinni norður. Flugvélin hennar lendir í stormi og Vala stekkur út í fallhlíf en fellur niður í „miðnætti sálarinnar“ þar sem hún þarf að takast á við persónulegar hindranir, hugsanir og ótta. „Álfum og huldufólki bregður fyrir sem vísa henni svo veginn í gegnum þessar ógöngur,“ segir Ásdís. Hún hefur tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar frá upphafi en hún kynntist O-Lan Jones, höfundi sýningarinnar, hér á landi fyrir nokkrum árum. „Það vildi svo til að fyrir næstum þremur árum var O-Lan Jones stödd hér á Íslandi í rannsóknarvinnu fyrir sýninguna og leigði herbergi hjá móður minni. Þegar hún fór svo aftur til Los Angeles hafði ég samband við hana og fékk að koma í prufu og komst inn. Þetta hefur verið mjög hægt ferli, við höfum unnið mikið með spuna og líkamlega tjáningu til þess að finna tengsl huldufólksins sín á milli og skapa heiminn sem það býr í,“ segir Ásdís og bætir við að höfundur sýningarinnar, O-Lan Jones, sé einn helsti frumkvöðullinn í frumsömdum og tilraunakenndum söngleikjum sem hafa vakið miklu lukku í Los Angeles. Undanfarin ár hefur Ísland hlotið töluverða athygli í Bandaríkjunum, bæði vegna fjölda ferðamanna sem hafa heimsótt landið og vegna þess hversu margir Íslendingar eru að gera það gott í listheiminum vestanhafs.Leikkonan Ásdís Þula Þorláksdóttir útskrifaðist nýlega frá New York Film Academy í Los Angeles,„Þegar ég fyrst flutti út fyrir sex árum og sagði fólki frá því að ég væri frá Íslandi, svaraði fólk yfirleitt: „Já, er ekki Björk frá Íslandi?“ eða „Ég heyrði að Ísland væri grænt og Grænland væri jökull.“ Seinni línan var yfirleitt sögð með miklu stolti eins og fólk væri að finna upp hjólið. Núna hins vegar virðist hver einasta manneskja hafa sögu að segja um vin sinn sem fór til Íslands, eða um að hafa komið til Íslands eða ætlar sér að fara þangað,“ segir Ásdís létt í bragði. En hvernig er að vera eini Íslendingurinn í sýningunni? „Það er frekar sérstakt að þurfa að útskýra hin og þessi orð eða rúnir sem við erum að skoða, fólk virðist heldur ekki þreytast á sögum af því hvernig fólk bjó á Fróninu fríða hér í gamla daga, í svona miklum tengslum við náttúruna og hvernig þjóðsögurnar áttu svona stóran þátt í sjálfsmynd landans,“ segir hún. Nóg fleira er fram undan hjá Ásdísi, en ásamt því að vera á fullu í lokaundirbúningi fyrir Iceland er hún að skrifa ljóðabók og vinna í stuttmynd, ásamt því að skrifa handrit. „Það er margt í gangi, og margt skemmtilegt sem mann langar til þess að gera. Ég er á höttunum eftir góðum umboðsmanni ásamt því að fara í endalausar prufur. Draumurinn er auðvitað að geta verið að leika bæði í Los Angeles og á Íslandi,“ segir hún og bætir við að nú sé verið að skoða að koma með sýninguna Iceland til landsins og yrði auðvitað frábært að fá að taka þátt í því. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Sýningin Iceland er tilraunakennd nútímaópera eftir O-Lan Jones. Ég myndi helst lýsa tónlistinni sem blöndu af indí, óperu og söngleikjatónlist,“ segir Ásdís Þula Þorláksdóttir, nýútskrifuð leikkona frá New York Film Academy í Los Angeles, spurð út í sýninguna Iceland sem frumsýnd verður í The Ford Theaters í Los Angeles á föstudag. Fjöldi fólks kemur að sýningunni og hefur undirbúningsferlið tekið nokkur ár. Sýningin fjallar um Völu, unga stúlku sem ólst upp með æskuástinni Munda í litlu þorpi fyrir norðan. Eftir langan aðskilnað rekast þau hvort á annað á flugvelli þar sem Vala er á leiðinni norður. Flugvélin hennar lendir í stormi og Vala stekkur út í fallhlíf en fellur niður í „miðnætti sálarinnar“ þar sem hún þarf að takast á við persónulegar hindranir, hugsanir og ótta. „Álfum og huldufólki bregður fyrir sem vísa henni svo veginn í gegnum þessar ógöngur,“ segir Ásdís. Hún hefur tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar frá upphafi en hún kynntist O-Lan Jones, höfundi sýningarinnar, hér á landi fyrir nokkrum árum. „Það vildi svo til að fyrir næstum þremur árum var O-Lan Jones stödd hér á Íslandi í rannsóknarvinnu fyrir sýninguna og leigði herbergi hjá móður minni. Þegar hún fór svo aftur til Los Angeles hafði ég samband við hana og fékk að koma í prufu og komst inn. Þetta hefur verið mjög hægt ferli, við höfum unnið mikið með spuna og líkamlega tjáningu til þess að finna tengsl huldufólksins sín á milli og skapa heiminn sem það býr í,“ segir Ásdís og bætir við að höfundur sýningarinnar, O-Lan Jones, sé einn helsti frumkvöðullinn í frumsömdum og tilraunakenndum söngleikjum sem hafa vakið miklu lukku í Los Angeles. Undanfarin ár hefur Ísland hlotið töluverða athygli í Bandaríkjunum, bæði vegna fjölda ferðamanna sem hafa heimsótt landið og vegna þess hversu margir Íslendingar eru að gera það gott í listheiminum vestanhafs.Leikkonan Ásdís Þula Þorláksdóttir útskrifaðist nýlega frá New York Film Academy í Los Angeles,„Þegar ég fyrst flutti út fyrir sex árum og sagði fólki frá því að ég væri frá Íslandi, svaraði fólk yfirleitt: „Já, er ekki Björk frá Íslandi?“ eða „Ég heyrði að Ísland væri grænt og Grænland væri jökull.“ Seinni línan var yfirleitt sögð með miklu stolti eins og fólk væri að finna upp hjólið. Núna hins vegar virðist hver einasta manneskja hafa sögu að segja um vin sinn sem fór til Íslands, eða um að hafa komið til Íslands eða ætlar sér að fara þangað,“ segir Ásdís létt í bragði. En hvernig er að vera eini Íslendingurinn í sýningunni? „Það er frekar sérstakt að þurfa að útskýra hin og þessi orð eða rúnir sem við erum að skoða, fólk virðist heldur ekki þreytast á sögum af því hvernig fólk bjó á Fróninu fríða hér í gamla daga, í svona miklum tengslum við náttúruna og hvernig þjóðsögurnar áttu svona stóran þátt í sjálfsmynd landans,“ segir hún. Nóg fleira er fram undan hjá Ásdísi, en ásamt því að vera á fullu í lokaundirbúningi fyrir Iceland er hún að skrifa ljóðabók og vinna í stuttmynd, ásamt því að skrifa handrit. „Það er margt í gangi, og margt skemmtilegt sem mann langar til þess að gera. Ég er á höttunum eftir góðum umboðsmanni ásamt því að fara í endalausar prufur. Draumurinn er auðvitað að geta verið að leika bæði í Los Angeles og á Íslandi,“ segir hún og bætir við að nú sé verið að skoða að koma með sýninguna Iceland til landsins og yrði auðvitað frábært að fá að taka þátt í því.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira