Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2016 14:10 Ótrúleg atburðarás í París í gær. vísir/getty Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kemur fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Börnin þeirra Kim Kardashian og Kanye West heita North West, 3 ára, og Saint West, 10 mánaða. Þau voru ekki í hótelsvítunni en voru aftur á móti með móður sinni í París. Alls tóku fimm manns þátt í ráninu. Franska innanríkisráðuneytið staðfestir að þeir ógnuðu starfsmanni hótelsins með vopni, handjárnuðu hann og neyddu til að opna hótelsvítu Kardashian. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Kanye West hætti skyndilega að syngja á tónleikum sínum í New York í gær þegar hann frétti af ráninu. Hann sagði áhorfendum að það hefði komið upp mál tengt fjölskyldunni og rauk út af sviðinu.Borgarstjóri fordæmir árásina Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, hefur fordæmt árásina og ítrekað að Kim Kardashian sé ávallt velkomin til Parísar. „Atvik af þessu tagi eru mjög sjaldgæf og ekki er hægt að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar eða öryggisgæslu,“ segir Hidalgo. Nokkrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru staddir í París til að sækja tískusýningar á tískuvikunni. Borgarstjórinn reyndi eftir fremsta megni að róa þann fjölda fólks sem staddur er í borginni vegna tískuvikunnar og sagði að dagskrá hennar myndi ekki riðlast. Tengdar fréttir James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kemur fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Börnin þeirra Kim Kardashian og Kanye West heita North West, 3 ára, og Saint West, 10 mánaða. Þau voru ekki í hótelsvítunni en voru aftur á móti með móður sinni í París. Alls tóku fimm manns þátt í ráninu. Franska innanríkisráðuneytið staðfestir að þeir ógnuðu starfsmanni hótelsins með vopni, handjárnuðu hann og neyddu til að opna hótelsvítu Kardashian. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Kanye West hætti skyndilega að syngja á tónleikum sínum í New York í gær þegar hann frétti af ráninu. Hann sagði áhorfendum að það hefði komið upp mál tengt fjölskyldunni og rauk út af sviðinu.Borgarstjóri fordæmir árásina Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, hefur fordæmt árásina og ítrekað að Kim Kardashian sé ávallt velkomin til Parísar. „Atvik af þessu tagi eru mjög sjaldgæf og ekki er hægt að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar eða öryggisgæslu,“ segir Hidalgo. Nokkrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru staddir í París til að sækja tískusýningar á tískuvikunni. Borgarstjórinn reyndi eftir fremsta megni að róa þann fjölda fólks sem staddur er í borginni vegna tískuvikunnar og sagði að dagskrá hennar myndi ekki riðlast.
Tengdar fréttir James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30
Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30
Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38