Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2016 14:10 Ótrúleg atburðarás í París í gær. vísir/getty Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kemur fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Börnin þeirra Kim Kardashian og Kanye West heita North West, 3 ára, og Saint West, 10 mánaða. Þau voru ekki í hótelsvítunni en voru aftur á móti með móður sinni í París. Alls tóku fimm manns þátt í ráninu. Franska innanríkisráðuneytið staðfestir að þeir ógnuðu starfsmanni hótelsins með vopni, handjárnuðu hann og neyddu til að opna hótelsvítu Kardashian. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Kanye West hætti skyndilega að syngja á tónleikum sínum í New York í gær þegar hann frétti af ráninu. Hann sagði áhorfendum að það hefði komið upp mál tengt fjölskyldunni og rauk út af sviðinu.Borgarstjóri fordæmir árásina Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, hefur fordæmt árásina og ítrekað að Kim Kardashian sé ávallt velkomin til Parísar. „Atvik af þessu tagi eru mjög sjaldgæf og ekki er hægt að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar eða öryggisgæslu,“ segir Hidalgo. Nokkrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru staddir í París til að sækja tískusýningar á tískuvikunni. Borgarstjórinn reyndi eftir fremsta megni að róa þann fjölda fólks sem staddur er í borginni vegna tískuvikunnar og sagði að dagskrá hennar myndi ekki riðlast. Tengdar fréttir James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kemur fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Börnin þeirra Kim Kardashian og Kanye West heita North West, 3 ára, og Saint West, 10 mánaða. Þau voru ekki í hótelsvítunni en voru aftur á móti með móður sinni í París. Alls tóku fimm manns þátt í ráninu. Franska innanríkisráðuneytið staðfestir að þeir ógnuðu starfsmanni hótelsins með vopni, handjárnuðu hann og neyddu til að opna hótelsvítu Kardashian. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Kanye West hætti skyndilega að syngja á tónleikum sínum í New York í gær þegar hann frétti af ráninu. Hann sagði áhorfendum að það hefði komið upp mál tengt fjölskyldunni og rauk út af sviðinu.Borgarstjóri fordæmir árásina Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, hefur fordæmt árásina og ítrekað að Kim Kardashian sé ávallt velkomin til Parísar. „Atvik af þessu tagi eru mjög sjaldgæf og ekki er hægt að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar eða öryggisgæslu,“ segir Hidalgo. Nokkrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru staddir í París til að sækja tískusýningar á tískuvikunni. Borgarstjórinn reyndi eftir fremsta megni að róa þann fjölda fólks sem staddur er í borginni vegna tískuvikunnar og sagði að dagskrá hennar myndi ekki riðlast.
Tengdar fréttir James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30
Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30
Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38