Taka upp heimildamynd um víkingaklappið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 21:00 Tökulið frá Bretlandi er á landinu þessa dagana til að taka upp heimildamynd um víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn landsliðsins í fótbolta gerðu heimsfrægt á EM í sumar. Leikstjórinn, David Schofield, kom í dag til landsins ásamt fjögurra manna tökuliði. Hann hefur langað að vita meira um klappið góða frá því að hann horfði á íslenska landsliðið sigra það enska á EM í sumar. „Þetta er mjög einstakt og eitthvað sem maður myndi ekki sjá á enskum fótboltaleik. Eining fólksins og samkennd er mjög sérstök og ég vil komast að meiru um þetta,” segir David en hann verður hér á landinu fram á miðvikudag og vonast til að hitta fjölbreyttan hóp Íslendinga á þeim tíma, sem segja honum frá þeirra upplifun af klappinu. „Við myndum margt mismunandi fólk, við tökum upp með miklum stuðningsmanni í íslensku treyjunni, krakka hérna á fótboltavelli í dag, kraftakarl og við myndum líka íslenska fjölskyldu. Ég ætla að mynda sjómenn á morgun og ýmislegt annað.“ Tökunum mun ljúka á því að David myndar stóran hóp fólks að gera víkingaklappið saman. David hvetur því alla sem sem hafa áhuga á að taka þátt en tökurnar munu fara fram að Rauðhólum í Heiðmörk klukkan sex á þriðjudag. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tökulið frá Bretlandi er á landinu þessa dagana til að taka upp heimildamynd um víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn landsliðsins í fótbolta gerðu heimsfrægt á EM í sumar. Leikstjórinn, David Schofield, kom í dag til landsins ásamt fjögurra manna tökuliði. Hann hefur langað að vita meira um klappið góða frá því að hann horfði á íslenska landsliðið sigra það enska á EM í sumar. „Þetta er mjög einstakt og eitthvað sem maður myndi ekki sjá á enskum fótboltaleik. Eining fólksins og samkennd er mjög sérstök og ég vil komast að meiru um þetta,” segir David en hann verður hér á landinu fram á miðvikudag og vonast til að hitta fjölbreyttan hóp Íslendinga á þeim tíma, sem segja honum frá þeirra upplifun af klappinu. „Við myndum margt mismunandi fólk, við tökum upp með miklum stuðningsmanni í íslensku treyjunni, krakka hérna á fótboltavelli í dag, kraftakarl og við myndum líka íslenska fjölskyldu. Ég ætla að mynda sjómenn á morgun og ýmislegt annað.“ Tökunum mun ljúka á því að David myndar stóran hóp fólks að gera víkingaklappið saman. David hvetur því alla sem sem hafa áhuga á að taka þátt en tökurnar munu fara fram að Rauðhólum í Heiðmörk klukkan sex á þriðjudag.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira