Saga læknisfræðinnar Óttar Guðmundsson skrifar 1. október 2016 07:00 Fyrsti landlæknir Íslands, Bjarni Pálsson, hóf störf úti á Seltjarnarnesi árið 1760. Hann var um nokkurt skeið eini læknir landsins, enda þurfti hann að ferðast mikið. Í ævisögu hans stendur: „að trautt héldu honum veður, sjór eða úrtölur, er hans var vitjað til verka“. Bjarni dó í Nesi, sextugur að aldri árið 1779, snauður af veraldlegum gæðum og uppgefinn á sál og líkama. Á tímum Bjarna má fullyrða að Íslendingar byggju við einhverja verstu heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Ungbarnadauðinn var sá mesti sem þekktist og allar aðstæður hinar ömurlegustu. Lækningaaðferðir Bjarna voru oft frumstæðar en hann gerði alltaf sitt besta. Hann var mikill trúmaður og „þakkaði Guði allar læknisaðgerðir sem vel tókust“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Bjarni Pálsson reið frá Þingvöllum með embættisbréfið sitt í hnakktöskunni. Heilbrigðisástand þjóðarinnar er með miklum ágætum þótt ýmislegt megi betur fara. Þessi saga lækninga er merkileg og miklu skiptir að halda henni til haga. Brýnt er að lækningaminjasafnið úti á Nesi fái gegnt hlutverki sínu en verði ekki duttlungum stjórnmálamanna að bráð. Margir íslenskir læknar telja reyndar að saga læknisfræðinnar hafi byrjað daginn sem þeir innrituðust í læknadeild og henni ljúki þegar þeir hætti störfum. Það er leiður misskilningur. Sagan kennir okkur að umgangast samtíð okkar af virðingu og hógværð. Læknar framtíðar munu eflaust hlæja að vísindum nútímans eins og margir gera gys að blóðtökum og bænahaldi Bjarna Pálssonar. Sá sem ekki þekkir sögu sína endurtekur í sífellu mistök fortíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Fyrsti landlæknir Íslands, Bjarni Pálsson, hóf störf úti á Seltjarnarnesi árið 1760. Hann var um nokkurt skeið eini læknir landsins, enda þurfti hann að ferðast mikið. Í ævisögu hans stendur: „að trautt héldu honum veður, sjór eða úrtölur, er hans var vitjað til verka“. Bjarni dó í Nesi, sextugur að aldri árið 1779, snauður af veraldlegum gæðum og uppgefinn á sál og líkama. Á tímum Bjarna má fullyrða að Íslendingar byggju við einhverja verstu heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Ungbarnadauðinn var sá mesti sem þekktist og allar aðstæður hinar ömurlegustu. Lækningaaðferðir Bjarna voru oft frumstæðar en hann gerði alltaf sitt besta. Hann var mikill trúmaður og „þakkaði Guði allar læknisaðgerðir sem vel tókust“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Bjarni Pálsson reið frá Þingvöllum með embættisbréfið sitt í hnakktöskunni. Heilbrigðisástand þjóðarinnar er með miklum ágætum þótt ýmislegt megi betur fara. Þessi saga lækninga er merkileg og miklu skiptir að halda henni til haga. Brýnt er að lækningaminjasafnið úti á Nesi fái gegnt hlutverki sínu en verði ekki duttlungum stjórnmálamanna að bráð. Margir íslenskir læknar telja reyndar að saga læknisfræðinnar hafi byrjað daginn sem þeir innrituðust í læknadeild og henni ljúki þegar þeir hætti störfum. Það er leiður misskilningur. Sagan kennir okkur að umgangast samtíð okkar af virðingu og hógværð. Læknar framtíðar munu eflaust hlæja að vísindum nútímans eins og margir gera gys að blóðtökum og bænahaldi Bjarna Pálssonar. Sá sem ekki þekkir sögu sína endurtekur í sífellu mistök fortíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun