BMW 3-línan fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 10:13 BMW 3-línan. BMW, eins og aðrir þýskir lúxusbílaframleiðendur horfir mjög til framleiðslu rafmagnsbíla og fyrir skömmu hittust einmitt yfirmenn BMW og planlögðu hvers verður að vænta í þeim efnum. Til stendur að bjóða 3-línu BMW bílanna eingöngu með rafmótorum í fyrsta lagi árið 2019 og í síðasta lagi árið 2021. Þessi bíll liggur í stærð á milli Tesla Model 3 og Model S bílanna. Heyrst hefur að afturhjóladrifin útfærsla hans verði með 315 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifin útfærsla með 402 hestafla rafmótorum. Hann verður með annarskonar fjöðrun en hefðbundinn BMW 3 með brunavél. Svo virðist sem BMW ætli líka beint í samkeppni við Tesla Model S bílinn með nýrri gerð bíls sem liggja mun á milli 5- og 7-línu BMW bíla að stærð. Meiningin er að bjóða þann bíl með margs konar stærð af rafhlöðum, líkt og á við Tesla Model S og að sú öflugasta verði 90 kWh og hefði 600 km drægni. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
BMW, eins og aðrir þýskir lúxusbílaframleiðendur horfir mjög til framleiðslu rafmagnsbíla og fyrir skömmu hittust einmitt yfirmenn BMW og planlögðu hvers verður að vænta í þeim efnum. Til stendur að bjóða 3-línu BMW bílanna eingöngu með rafmótorum í fyrsta lagi árið 2019 og í síðasta lagi árið 2021. Þessi bíll liggur í stærð á milli Tesla Model 3 og Model S bílanna. Heyrst hefur að afturhjóladrifin útfærsla hans verði með 315 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifin útfærsla með 402 hestafla rafmótorum. Hann verður með annarskonar fjöðrun en hefðbundinn BMW 3 með brunavél. Svo virðist sem BMW ætli líka beint í samkeppni við Tesla Model S bílinn með nýrri gerð bíls sem liggja mun á milli 5- og 7-línu BMW bíla að stærð. Meiningin er að bjóða þann bíl með margs konar stærð af rafhlöðum, líkt og á við Tesla Model S og að sú öflugasta verði 90 kWh og hefði 600 km drægni.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent